32
staurinn og fékk hann í síðuna. Það var skaði og sjónarsviptir þegar Baddi lagði golfkylfunum og sneri sér að öðru.
Okkur fannst líka alltaf jafn merkilegt og aðdáunarvert, þegar Sigurður Héðinsson kom af sjónum eftir langa vist norður í ballar-
hafi og gat alltaf gengið að sínu frábæra golfi eins og ekkert hefði í skorizt. Svo mikill var áhuginn að menn máttu eiginlega alls ekki
tefja sig frá golfi með því að fara heim í kvöldmatinn og frægt var þegar Binna færði Eiríki út á Hvaleyri eins og þegar mönnum var
fært á engjar hér fyrr meir.
Breytingarnar á vellinum eru orðnar svo margar, að það er engin leið að átta sig á því eða muna, hvernig hann var eftir fyrstu 10,
eða fyrstu 20 árin. Upphaflegi 9 holu völlurinn var stór og kröfuharður völlur. En þegar farið var í 12 holur, sem þótti umdeilanleg
ákvörðun, varð að stytta völlinn frá því sem verið hafði. Þá þurfti líka að fórna æfingabrautinni á svæðinu þar sem 1. braut hefur verið
undanfarin ár. Þá hafði æfingabraut verið nýmæli, a.m.k. hér syðra, því slík aðstaða var þá hvorki til í Grafarholti né á Nesinu og
öðrum golfvöllum var þá ekki til að dreifa á höfuðborgarsvæðinu.
Á fyrstu árum Keilis kom Ársæll bóndi í Sveinskoti við sögu; var stundum starfsmaður og svo bjó hann inni á vellinum, að vísu
afgirtur, en það var alltaf sérstök stemmning í kringum Sveinskot á vorin, þegar Sæli var með lambféð. Þessi heiðursmaður, sem nú er 95
ára, er afi Hannesar Guðmundssonar, forseta Golfsambandsins. Hvaleyrin varð flatari og tilbreytingarlausari við hvert gömlu húsanna,
sem hurfu, fyrst Hvaleyrarhúsið uppi á hábungunni, síðan Sveinskot og loks Vesturkot. Það var eftirminnileg stund, þegar stór hópur
Keilisfélaga þrammaði í snjó á dimmu vetrarkvöldi til þess að kveikja í gamla golfskálanum í Vesturkoti. Það gekk illa að láta eldinn
lifna í olíunni sem hellt hafði verið á gólfin, en um leið og það tókst varð skálinn alelda í einni svipan.
Það var oft glatt á hjalla í
Vesturkoti og á golfvell-
inum á Hvaleyri á
upphafsárunum - og er
enn á 50 ára afmæli Keilis.
Gísli Sigurðsson lýsir
talsverðu lífi í tuskunum
og að jafnvel hafi hendur
verið látnar skipta þegar
til dæmis var rifist um
golfreglur sem enginn
kunni almennilega!
Mynd úr safni Keilis.