34
unglingum í klúbbstarfinu. Ekki er alveg greinilegt hvort unglingarnir beri endilega einir og sér alla ábyrgð á
umgengninni en aðkoman í klúbbhúsinu þann 13. október var þó rakin til þeirra. Töldu hinir fullorðnu fulla
þörf á því að herða taumhaldið á blessuðu ungviðinu á ýmsum sviðum, til dæmis með skipan siðanefndar og/
eða umsjónar- eða ábyrgðarmanna sem bæru ábyrgð á þeim gagnvart siðanefnd eða stjórn klúbbsins. Á fundi
nýskipaðrar stjórnar þann 10. desember 1972 var ákveðið að skipa unglingum leiðtoga eða forsvarsmann og
var stungið upp á SigurðiThorarensen. Boði Björnsson og Inga Magnúsdóttir tóku þó upp hanskann fyrir unga
fólkið þegar um þessi mál var rætt í desember 2016 og taldi Boði að samstarfið og samskiptin við krakkana
hafi verið ánægjuleg og skemmtileg þótt vissulega hafi hann þurft að setja í brýnnar öðru hverju. Inga benti
einnig á að Binna, sem tók við rekstrinum, hafi einnig haft gott lag á unglingunum og náð þeim vel á sitt band.
Það sama hafi gilt um Ársæl vallarvörð. Þau rifja upp að krakkarnir hafi komið nestuð að heiman út á Hvaleyri
á morgnana og verið á vellinum allan daginn.
Í 30 ára afmælisriti Keilis segir Sveinn Sigurbergsson frá því undir fyrirsögninni „Eins og að spila
golf á tunglinu” hvernig hann upplifði fyrstu árin í starfsemi golfklúbbsins en hann fékk að fara með
föður sínum, Sigurbergi Sveinssyni, sem var einn af frumkvöðlunum að stofnun Keilis, á Hvaleyri. Þar
hafði Sigurbergur ásamt fleirum séð möguleika á því að hafa þar golfvöll. Sveinn telur það mikið happ að
Hvaleyrin varð fyrir valinu og að samkomulag um það hafi tekist við bæjaryfirvöld og ábúendur á svæðinu.
Þegar ég kom fyrst á Hvaleyrina þá var þetta sveit. Hér var
búið á minnst þremur bæjum og kindur út um öll tún. Það var
byrjað að útbúa lítinn 6 holu völl í kringum Vesturkot, sem
var höfuðmiðstöð klúbbsins í nær aldarfjórðung. Það var mikill
frumbýlingsbragur á þessu, en áhuginn var alveg ótrúlegur. Ég
hafði verið að slá með félögum mínum á túnunum ofan við
Öldutúnsskóla og eins á Hamarskotstúninu við Flensborg þar
sem við höfðum útbúið einhverjar holur, en úti á Hvaleyri var
verið að búa til alvöru golfvöll og við vildum auðvitað komast
þangað.
Sveinn segir föður sinn og aðra í forystusveit
Keilis hafa verið með hugann við golfklúbbinn
og golfvöllinn alla daga. Þeir hafi alltaf verið að
reyna að finna leiðir til að efla starfið og sáu fyrir
sér í upphafi að þarna yrði alvöru 18 holu völlur
þótt augljóst mætti teljast að 25 hektarar dygðu
tæpast til þess. Sveinn telur að það hafi verið afar
skynsamlegt skref hjá stjórninni að ráða Ársæl
bónda í Sveinskoti fyrstan til starfa. Girðing var
umhverfis bæinn og þar hélt Ársæll kindur sínar
en völlurinn umlukti bæinn síðan á allar hliðar.
Hann segir fyrsta golfkennara klúbbsins, Þorvald
Ásgeirsson, hafa lagt áherslu á að klúbburinn
tryggði sér viðbótarland og það hafi verið hár-
rétt ábending. Síðan hafi fengist viðbótarsvæði „í
Sveinn Sigurbergsson
fylgdi Sigurbergi föður
sínum í golfinu og náði
snemma góðum tökum
á íþróttinni. Mynd úr
safni Keilis.