Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 28

28
son sigraði og Jóhann Níelsson varð annar.
Alls voru haldin 12 mót á starfsárinu og
segir Jónas í skýrslunni að þátttaka hafi ætíð
verið ágæt og ljóst af árangri margra félaga
í Keili að leikni í íþróttinni yxi hröðum
skrefum. Vallarmetið þetta fyrsta starfsár
1968 átti Keilismaðurinn Sigurður Héðins-
son sem hafði farið níu holur á 36 höggum
eða einu höggi yfir pari vallarins. Þótti þetta
hin ágætasta frammistaða hjá manni sem
hóf golfiðkun sína þetta sama ár.
Á fyrsta aðalfundi Keilis sem haldinn
var í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði þann
11. febrúar 1968 flutti Jónas formaður
skýrslu stjórnar og síðan lagði Sigur-
bergur gjaldkeri fram reikninga fyrir 1967
og fjárhagsáætlun 1968. Var talsvert rætt
Eiríkur Smith gerði
fjölmargar auglýsingar
fyrir viðburði á Hvaleyri
um langa hríð. Hér má sjá
nokkrar auglýsinga hans
fyrir Þotukeppni Flugfélags
Íslands. Þar má þekkja
ýmsa valinkunna kappa.
1...,18,19,20,21,22,23,24,25,26,27 29,30,31,32,33,34,35,36,37,38,...74
Powered by FlippingBook