42
Það var byggt árið 1829 og hét upphaflega
Daðakot en fékk nafnið Hjörtskot 1868.
Suðurvöllur eða Suðurtún tekur við
þegar gengið er í átt að golfskála Keilis og
má sjá túngarð á hægri hönd og annan á
vinstri hönd. Hinum megin við hann, nær
veginum, er gamli Suðurnesjavegurinn enn
sjáanlegur en þess má til gamans geta að
þarna lá leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkur
framyfir aldamótin 1900. Þetta var reiðleið
þá en fyrsta bílnum á Íslandi, sem kenndur
var við Thomsen kaupmann, var ekið eftir
þessum vegi til Keflavíkur árið 1904. Það
var í fyrsta sinn sem farið var á bíl þessa leið.
Við erum loks komin hringinn og endum við vörðuna sem hlaðin var til minningar um ferð Hrafna-Flóka
til Íslands. Efniviðurinn í hana var fluttur á Hvaleyri frá Sveio í Noregi þaðan sem Flóki Vilgerðarson hélt af
stað í för sína norður á bóginn. Sagan segir að hann hafi gefið Íslandi nafn en við upphaf ferðarinnar hafi hann
fórnað þremur hröfnum og síðan haft þrjá unga hrafna með sér til að finna landið. Einn þeirra hafi snúið aftur
heim, annar lent aftur niðri á skipinu en sá
þriðji tekið stefnuna á landið sem síðar fékk
heitið Ísland. Með Hrafna-Flóka var maður
að nafni Herjólfur og heitir Herjólfshöfn
eftir honum. Sagan segir að Flóki, Herjólfur
og félagar hafi fundið rekinn hval á eyri við
fjörðinn og það hafi orðið þeim innblástur í
nafngift fyrir tangann sem þeir hafi þá nefnt
Hvaleyri.
Um þetta og fleira má lesa á ferlir.is og
ágætt að rifja upp þessar gömlu sagnir áður
en við segjum skilið við tengingar land-
náms og Hvaleyrar og gefum aftur gaum að
golfíþróttinni:
"Víkingurinn Hrafna-Flóki kom hér að landi um 860 ásamt Þórólfi og Faxa hinum suðureyska sem Faxaós (Faxaflói) er kenndur
við. Þegar Flóki ætlaði að halda aftur til Noregs eftir ársdvöl íVatnsfirði lentu skip hans í óveðri og náðu ekki að sigla fyrir Reykjanes.
Herjólfur varð viðskila við félaga sína og tók land í Herjólfshöfn. Óvíst er hvar Herjólfshöfn hefur verið. Flóki og menn hans voru
um veturinn í Borgarfirði en freistuðu heimfarar næsta sumar. Komu þeir í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum og
kölluðu hana Hvaleyri. Þar fundust þeir Herjólfur. Áður en FlókiVilgerðarson fór að leita Garðarhólms hlóð hann vörðu við Smjörsund
í Noregi og blótaði þrjá hrafna sem áttu að vísa honum veginn yfir hafið. Árið 1997 var samskonar varða hlaðin við Hvaleyri úr grjóti
frá Smjörsundi, til að minnast þessa atburðar. Hvaleyri var ein af helstu bújörðum í Hafnarfirði frá fornu fari. Fyrir siðaskiptin átti
Viðeyjarklaustur Hvaleyri, sem varð síðan kóngsjörð. Þar stóð hálfkirkja uppi til 1765 sem var í eiguViðaeyjarklausturs en þjónað frá
Görðum. Útræði var frá Hvaleyri fyrr á tímum og margar hjáleigur fylgdu.
Meðfram Suðurvelli eða
Suðurtúni ofan við brunn-
inn og Poltz-hús má sjá
gamla götu og garð með-
fram henni. Þetta er gamli
Suðurnesjavegurinn en um
hann var farið suður með
sjó fyrir tíma bifreiða hér
á landi. Raunar var síðan
fyrsta bílnum á Íslandi,
Thomsen-bílnum, ekið til
Keflavíkur eftir veginum
árið 1904. Ljósm.: JGR.
Varða sem reist var til
minningar um ferð
Hrafna-Flóka til Íslands.
Á hana vantar skjöldinn
sem segir á henni deili.
Ljósm.: JGR.