23
Þann 23. júní 1967 fengu félagar í Keili svohljóðandi bréf:
Golfvöllurinn á Hvaleyri hefur nú verið opnaður og er mögulegt nú þegar að leika sex (6) holur. Síðar í sumar er hugsanlegt að þrjár
holur bætist við.
(Klúbb)húsið er til reiðu fyrir félagsmenn og gesti þeirra og eru næg bílastæði fyrir vestan það. Félagsmenn geta fengið lykla að
húsinu, gegn vægu gjaldi, hjá vallarumsjónarmanni, Ársæli Sveinssyni í Sveinskoti.
Fyrstu keppnir hafa verið ákveðnar sem hér segir:
1. Bæja- og sveitastjórakeppni; sunnudaginn 9. júlí kl. 10. f.h. Keppa þar bæja- og sveitastjórar Kópavogs,Hafnarfjarðar,Garða- og
Bessastaðahrepps, og verða þeim til aðstoðar menn úr röðum félagsmanna.
2. Parakeppni; sunnudaginn 9. júlí kl. 1:30 e.h. Keppni þessi er að því leyti óvenjuleg, að herrann slær þar til boltinn er kominn
á flöt, en daman „púttar“ (….. hefur síðasta orðið - - - auðvitað***).
3. Firmakeppni verður væntanlega haldin dagana 29. og 30. júlí. Nánar auglýst síðar.
Með bréfi þessu fylgir bók með reglum fyrir golfleik, 1964-1968, samþykkt af „The Royal & Ancient Golf club of St.Andrews“,
frá 1. janúar 1964.Athygli félagsmanna er sérstaklega vakin á fyrsta kafla nefndrar bókar.
Við vonum, kæri félagi, að með góðri þátttöku þinni í félagsstarfseminni stuðlir þú að vexti og framgangi golfklúbbs okkar. Beindu
áhuga vina þinna til starfseminnar.Að lokum óskum við þér góðs sumars á golfvellinum við Hvaleyri.
Stjórnin.
P.S.
Til þeirra félagsmanna, sem ekki hafa ennþá komið félagsgjaldi til gjaldkera, er beint þeirri ósk að skil verði gerð sem allra, allra fyrst.
Ágæt frétt um þessi fyrstu mót í Alþýðublaðinu þann 16. júlí 1967. Þar segir:
SUNNUDAGINN 9. júlí s.l. fór fram sérstæð golfkeppni suður í Hafnarfirði, en þar áttust við forsvarsmenn þeirra sveitarfélaga er aðild
eiga að hinum nýstofnaða golfklúbb Keili.Voru Keilismenn að vígja völl sinn á Hvaleyri við Hafnarfjörð, en s.l. vetur fékk golfklúbb-
urinn 27 ha. land á Hvaleyri til leigu til 5 ára. Er Hvaleyrin mjög vel til þess fallin að útbúa þar golfvöll og auk þess er það öllum
Hafnfirðingum mikið gleðiefni að ekki skuli vera reist iðnaðarhverfi á Hvaleyri eins og margir gengu með í kollinum. Strax og golfklúbb-
urinn Keilir fékk þetta land til umráða réðu forráðamenn klúbbsins hinn kunna golfleikara Magnús Guðmundsson frá Akureyri til að
skipuleggja svæðið og hefur hann nú skilað þremur uppdráttum og mun einn þeirra verða notaður en hann er af öllum kylfingum sem
séð hafa talinn mjög skemmtilegur. Er nú þegar hafinn undirbúningur við að ganga frá svæðinu og ríkir mikill áhugi fyrir að lokið
verði við svæðið sem allra fyrst. Mjög margir hafa nú þegar gerzt félagar í klúbbnum og hefur stjórn klúbbsins haft kennara á sínum
vegum og t.d. í vor mætti hinn kunni kylfingur Ólafur Ágúst Ólafsson mörg kvöld til að leiðbeina byrjendum.
Golfvöllurinn á Hvaleyri formlega opnaður