29
um þessi mál og lagði Jóhann Níelsson til nokkrar hækkanir á gjöldum, t.d. að félagsgjaldið hækkaði úr 3.000
kr. í 3.500 kr. Jónas formaður var hins vegar á móti hækkunum og mælti gegn henni og rakti hann ástæður
þess. Þá spunnust umræður um traktorsmál klúbbsins og taldi Hafsteinn Þorgeirsson að gleymst hefði meðal
annars að gera ráð fyrir kaupum á nýjum traktor. Sigurbergur gjaldkeri svaraði Hafsteini með þeim orðum
að traktor Ársæls (starfsmanns klúbbsins og ábúanda á Hvaleyri) væri fullnægjandi, aðeins þyrfti að borga
fyrir smáviðgerð á honum og kemur vart á óvart að gjaldkerinn hafi reynst tregur til að kaupa nýjan traktor
ef hægt væri að laga þann gamla enda þekktur fyrir að sníða sér stakk eftir vexti.Voru reikningarnir að lokum
samþykktir með öllum greiddum atkvæðum og einnig fjárhagsáætlunin en hún var samþykkt með öllum
atkvæðum nema tveimur.
Þann 30. mars 1968 var haldinn fundur í stjórn Keilis þar sem mættir voru aðalmenn í stjórn og hafði
þá Pétur Auðunsson tekið við af Sigurbergi Sveinssyni sem gjaldkeri en aðrir í stjórn voru Jónas Aðalsteinsson
formaður og Hafsteinn Hansson ritari. Á þeim fundi var haldið áfram með „stóra traktorsmálið“ á þá lund að
ákveðið var að kaupa nýjan traktor frá S.Í.S. fyrir 60-70 þúsund krónur.
Þann 10. maí 1968 er bókað í fundargerð að Boði Björnsson hafi mætt á fund stjórnar en hann var þá
formaður húsnefndar klúbbsins. Samið var við Boða um að reka veitingasölu og verslun í klúbbhúsinu um
sumarið þetta árið auk annarra viðvika. Þar mun Guðlaug Berglind Björnsdóttir hafa verið meðal starfsfólks,
systir Boða, og hefur hún rifjað upp aðstöðuna í skálanum á þeim tíma. Þar var til dæmis ekki rennandi vatn og
Ljósmynd frá fyrstu
árunum. Iðagrænn völlur-
inn skartar sínu fegursta
enda kjörlendi fyrir kylfinga
frá náttúrunnar hendi sem
naut alúðar Ársæls bónda í
Sveinskoti en hann var fyrsti
„greenkeeper” Keilis.
Mynd úr safni Keilis.