Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 35

35
gömlu görðunum uppi í holtinu sunnan við Hvaleyrina, þá var hægt að hefjast handa með að klára þessar 18
holur. Völlurinn var að vísu fremur stuttur, mikið af par þrjú holum en skemmtilegur engu að síður. Ég held
að það hvað mikið er um stutt spil á Hvaleyrinni hafi ráðið miklu um hvað við höfum eignast marga góða
kylfinga hjá Keili.“ Kylfingarnir hafi orðið að laga sig að aðstæðum á Hvaleyrinni og það viti allir að stutta
spilið ráði úrslitum.
Þess má til gamans geta að efni fyrirsagnarinnar með líkingunni við tunglið er sótt í umfjöllun Sveins um
nýjustu viðbótina á vellinum þar sem hann liggur í hrauninu en hún er viðfangsefni síðari tíma í sögu Keilis
og verður því ekki rædd frekar hér.
1...,25,26,27,28,29,30,31,32,33,34 36,37,38,39,40,41,42,43,44,45,...74
Powered by FlippingBook