Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 22

22
félagsfundur tekur ákvörðun í vallarmálunum mjög bráðlega. Naumast er þó að búast við,
að framkvæmdir hefjist fyrir alvöru, fyrr en í haust en breytingin ætti að vera komin í
gagnið strax næsta vor.
Af þessum fyrstu teikningum frá Nils Skjold, síðan hann var hér á ferð snemma í
vor er full ástæða til bjartsýni um framhaldið. Ég er viss um, að það framtak, sem fólgið
var í því að fá Skjold hingað á nýjan leik, eftir 15 ára fjarveru, á eftir að skapa aukna
golfmenningu og áhuga hér á landi.
Bygging golfvalla er kostnaðarsöm og markviss skipulagning getur sparað
hundruðir þúsunda króna og ýmsar tafir á framkvæmdum. Nú bráðlega er von á
tillögum Skjold að nýju vallarskipulagi á Hólsvelli í Leiru og á velli Leynis á
Akranesi. Ég mun skýra frá þessum tillögum síðar og reyna að gera þeim einhver
skil í þættinum. E.G.
Í gögnum Keilis eru drög að bréfi sem er dagsett 15. mars 1974, skrif-
að á fréttaeyðublað Morgunblaðsins að öllum líkindum af þáverandi for-
manni Keilis, Gísla Sigurðssyni. Bréfið er á sænsku að því er virðist og þar
rifjar bréfritari upp að hann hafi gengið um Hvaleyrina með Nils Skjöld
og tekur fram að Keilir hafi hrint af stað
framkvæmdum í samræmi við þá frá-
bæru hönnun sem Skjöld hafði gert fyrir
klúbbinn. Segir í bréfinu að Keilisfólk hafi
legið yfir tillögunum og langi að leggja
í púkkið nokkrar hugmyndir sem séu
afrakstur þessara þungu þanka hafnfirskra
kylfinga. Síðan koma hugleiðingarnar í
fjórum liðum og svolítið að lokum en
Skjöld er kvaddur með virktum og tekið
sérstaklega fram að bréfritari óski þess
að hönnuðurinn samþykki þær breyt-
ingatillögur sem Keilisfólk hafði lagt til
og sendi svar sitt sem fyrst til baka enda
sé áformað að hefja framkvæmdir í apríl-
mánuði.
Ekki finnst svar frá Skjöld í gögnum
Keilis en miðað við þann anda sem virðist
hafa verið í samtölum hans og bréfritara
á göngu þeirra um svæðið virðist hann
hafa verið móttækilegur fyrir hugmynd-
um heimakylfinga og má gera ráð fyrir
að athugasemdir þeirra hafi gengið eftir á
framkvæmdatíma.
Grein í Alþýðublaðinu 27.
maí 1972 um tillögur
Nils Skjölds að breytingum
á Hvaleyrarvelli.
1...,12,13,14,15,16,17,18,19,20,21 23,24,25,26,27,28,29,30,31,32,...74
Powered by FlippingBook