36
Keilismenn hafa varðveitt gömul örnefni á og við völlinn með því að gefa öllum brautum nöfn eftir örnefnum
á Hvaleyri. Þetta sást strax á fyrsta árinu og gat Jónas formaður þess í ræðu sinni á fyrsta aðalfundi klúbbsins
að haft hafi verið samband við Gísla Sigurðsson lögregluþjón vegna þessara áforma og hefur Gísli eflaust haft
mikla þekkingu á örnefnum og staðháttum á Hvaleyri. Ekki hafði mikið verið gert í málunum á þessum tíma
en fyrirheitin voru fyrir hendi, ekki síst ef og þá þegar Keilisfólk hefði afnot af eyrinni allri. Leitast var við að
hrófla ekki við neinu sem sögulegt kynni að teljast. Hlutar vallarins eru friðaðir og má þar nefna rúnasteinana,
Hólinn þar sem gamli Hvaleyrarbærinn stóð og Garðinn sem er elsta mannvirkið á eyrinni.
Kortið sem hér fylgir gerði Jónatan Garðarsson og það sýnir prýðisvel byggð og starfsemi, örnefni og forn-
ar minjar sem ýmist eru enn sýnilegar eða horfnar af ýmsum ástæðum. Í ljósi þess hve mikilvæg þessi atriði
eru í sögu Keilis og mikilvæg kennileiti um staðhætti og sögu á Hvaleyri er rétt að gera þeim sérstök skil í riti
sem þessu. Því var Jónatan fenginn til þess að ganga með höfundi um eyrina og segja frá því helsta sem fyrir
augu ber. Óhjákvæmilega verður að tala hér í áttum og því er líklega best að skilgreina áttirnar lauslega þannig
að norður er í átt að Esjunni, vestur í átt að Snæfellsjökli, suður í átt að álverinu og austur í átt að athafnahverf-
inu á Hvaleyrarholti, þegar staðið er við golfskála Keilis þar sem hann stendur árið 2017.
Við byrjum á því að ganga í austur að gömlu réttinni en hún er rétt neðan við vörðuna, sem við segjum
frá síðar. Réttin er við veginn sem liggur að golfskálanum sem stendur við Steinholt. Vegurinn ber heitið
Miklaholt en ekið er inn á það af Hvaleyrarbraut.
Réttin er ævaforn, hlaðin úr grjóti, og enginn veit
í raun hversu gömul hún er. Eitthvað hefur réttinni
verið raskað og segir Jónatan að það hafi hermenn
líklega gert og búið þá til garð úr grjótinu frá kvínni
sem er sunnan við réttina og má greina grjótröð
sem hefur verið veggur frá kvínni að réttinni. Að
öllum líkindum hafa hermennirnir hlaðið vegg
þennan úr grjótinu og hefur hann því ekki verið
upprunalegur. Tóftir réttarinnar eru þó greinilegar
þegar þarna er staðið.
Ef horft er í norðvestur frá réttinni, með
Örnefni og sögustaðir á Hvaleyri
Gamla réttin austan
við golfskálann.
Ljósm.: JGR.