Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 33

33
Nú er flest með öðrum brag og líklega telja flestir að sá
bragur sé skárri en hann var. Golfklúbburinn Keilir er eins
og maður sem hefur fengið dálítið slæmt uppeldi og verið
í grófari kantinum á sínum yngri árum, en náð góðum
þroska með árunum og eiginlega vissri fágun miðað við það
sem áður var.Aldrei glymur í nýja golfskálanum af háværu
rifrildi um túlkun á golfreglum. Hver veit nema við förum
bráðum að tala í hvíslingum.
Fleiri sögur eru til og ein þeirra segir frá því að
Júlíus heitinn múrari hafi átt það til að draga
múrinn á vegg og ef bíða þurfti eftir að múrinn
þornaði mátulega hljóp hann út á Hvaleyri og tók
nokkrar holur. Stundum var hann of lengi og allt
orðið þurrt svo þá varð brjóta og byrja upp á nýtt.
Ljóst er af fundagerðabók Keilis að orð Gísla
Sigurðssonar voru ekki komin til af engu, að
minnsta kosti ekki hvað varðaði umgengni því
bókað var á stjórnarfundi sem haldinn var 13. október 1972 að ýmislegt mætti betrumbæta. Fyrsta mál á dag-
skrá var: Unnið við að hreinsa klúbbhúsið sem var mjög illa um gengið. Og Gísli var einmitt kosinn formaður
klúbbsins á næsta aðalfundi. Samhliða umræðu um slæma umgengni er fjallað um ýmislegt sem við kemur
Júlíus R. Júlíusson í
góðri sveiflu sumarið
1968. Mynd úr safni
Keilis.
Unglingar á Hvaleyri
kringum 1970. Þeir þóttu
ekki alltaf til fyrirmyndar í
Vesturkoti en meiningar eru
reyndar um hvort það voru
unglingarnir eða hinir eldri
sem máttu ganga betur um
golfskálann. Mynd úr safni
Keilis.
1...,23,24,25,26,27,28,29,30,31,32 34,35,36,37,38,39,40,41,42,43,...74
Powered by FlippingBook