Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 27

27
bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Kópavogs, sveitarstjóra Garðabæjar og oddvita Bessa-
staðahrepps sett á stofn, keyptur stór og fallegur verðlaunabikar sem og veifur sveitar-
félaganna allra til flöggunar á keppnisdögum.Hver sveitarstjórnarmaður hafði með sér
einn góðan golfmann sem spilaði með viðkomandi. Enginn sveitarstjórnarmannannna
kunni golf. Þetta tókst vel - sveitarstjórnarmennirnir voru allir ánægðir með þetta og
styrkir streymdu í fjárþurfi sjóði klúbbsins árlega frá þeim öllum. Fyrstu keppnirnar
vann Eyþór Stefánsson, oddviti Bessastaðahrepps, naut þess að vera vanur að slá túnin
heima hjá sér að Akurgerði með orfi og ljá. Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri Garða-
hrepps, vann ekki keppnina fyrr en hann varð sér úti um aðstoð Íslandsmeistara í golfi,
Jóhanns Eyjólfssonar.
Það er gaman að sjá að þarna á öðru starfsárinu er strax farið að tala um
,,gamla völlinn“ en í ársskýrslu sinni fyrir 1968 segir Jónas frá hinni
árlegu sveitar- og bæjarstjórakeppni sem hafi verið sú síðasta á gamla
vellinum. Þar sigraði sem fyrr segir oddviti Bessastaðahrepps, Eyþór
Stefánsson, og aðstoðarmaður hans, Jóhann Níelsson. Sá síðarnefndi
hefur eflaust átt ríkan þátt í sigrinum og í desember 2016 kom hann
færandi hendi í golfskála Keilis þegar hann afhenti golfklúbbnum sigur-
laun sín frá þessu móti sem eflaust eru meðal þeirra allrafyrstu sem afhent voru á vegum Golfklúbbsins Keilis.
Bikarinn verður að teljast frekar smár en er engu að síður stórmerkilegur gripur í sögu klúbbsins. Lét Jóhann
fylgja sögunni að Eyþór oddviti hafi í keppninni hitt boltann feykivel svo eftir var tekið hversu langt hann sló.
Sagði aðstoðarmaðurinn rétt sem fyrr greinir að það hefði eflaust mátt rekja til þess að oddvitinn hefði verið
afar liðtækur sláttumaður með orfi og ljá sem hafi skilað sér í þessari keppni!
Á þessum tíma var helsta opna golfmótið svokölluð Þotukeppni þar sem keppendur komu af öllu
Reykjanessvæðinu, samtals 78 manns. Keilir átti sigurvegarann í keppni með forgjöf þar sem Geir Odds-
Bikarinn fyrir sigur í
bæjarstjórakeppni Keilis
1968. Bikarinn er
agnarsmár og kemst
fyrir í lófa manns.
Ljósm.: Magnús Hjörleifsson.
Þotukeppni Flugfélags
Íslands var eitt aðalmóta
Keilis á fyrstu árunum og
þótti tilkomumikið þegar
þotu var flogið yfir völlinn.
Mynd úr safni Keilis.
1...,17,18,19,20,21,22,23,24,25,26 28,29,30,31,32,33,34,35,36,37,...74
Powered by FlippingBook