Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 39

39
stór fallbyssa. Jónatan Garðarsson segir hinsvegar
að tvennum sögum fari af því hvort þar hafi ver-
ið alvöru fallbyssa eða ekki. Allavega var þar svo
að á nokkrum stöðum á landinu voru grámálaðir
símastaurar í felubúningi, sem sagt dulbúnir sem
fallbyssur. Þar er væntanlega komin skýringin á
því að engin þjóð þorði að gera innrás á Íslandi í
stríðinu, allavega ekki á Hvaleyri.
Við svo búið er haldið í vestur frá byrgju-
num þangað til við komum að nokkrum flötum
steinum, en inn á milli þeirra eru fleiri skotbyrgi.
Einn þessara steina er jafnan nefndur Rúnasteinn
og er frægur af ýmsum ástæðum. Hann hefur
meðal annars einnig verið kallaður Flókaklöpp,
þá ekki síst vegna þess að sjálfur Jónas Hallgríms-
son, skáld og náttúrufræðingur - sá eini sanni,
mun hafa rannsakað steininn á 19. öld og talið
að áhafnarmeðlimir á skipi Flóka hafi fyrstir
letrað nöfn sín í grjótið. Þau sannindi eru þó ekki
meitluð í stein.
Steinninn er friðaður sem fornminjar.
Kringum hann virðist hafa verið einhvers konar hringlaga garður og má sjá menjar um hann. Á steininn er
ýmislegt letrað og þarf líklega talsvert hugmyndaflug til þess að ætla honum verðugt hlutverk í norrænni menn-
ingarsögu þótt Jónas hafi getað séð þar ýmislegt merkilegt sem ekki verður fjölyrt um hér en fróðlegt er að
lesa um þetta á ferlir.is:
„Litið var á rúnasteinana á Hvaleyrartanga. Rúnir eru vel sýnilegar á a.m.k. þremur steinanna. Fundist hafa nokkrar gamlar umsagnir
um steinana og áletranirnar, sem margar hverjar virðast mjög gamlar. Jónas Hallgrímsson gengur svo langt að segja að innan um þær
séu fangamerki áhafnar Hrafna-Flóka, sem kom við á Hvaleyrinni (Herjólfshöfn) á leið sinni út.Nefnir hann steininn þann Flókaklöpp.
Vestarlega á eyrinni
eru mannvirki úr síðari
heimsstyrjöldinni en
það eru skotbyrgi,
gerð úr hleðslusteini,
steinsteypu, járni
og torfi. Ljósm.: JGR.
Vestarlega á Hvaleyri er
stór steinn með rúnum sem
Jónas Hallgrímsson skáld
og náttúrufræðingur nefndi
Flókaklöpp enda taldi hann
að Hrafna-Flóki og hans
menn hefðu fyrstir letrað
rúnir á steininn.
Ljósm.: JGR.
1...,29,30,31,32,33,34,35,36,37,38 40,41,42,43,44,45,46,47,48,49,...74
Powered by FlippingBook