Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 38

38
eftir er af Sveinskoti rétt neðan við vélageymsluna sem stendur eins og eyland á vellinum norðaustanverðum
en hún er eitt af þeim mannvirkjum sem breskir hermenn skildu eftir á Hvaleyri eftir hersetu sína hér á landi
í síðari heimstyrjöldinni. Þegar gengið er eftir eyrinni í góðum skilyrðum sjást vel í landslaginu margvísleg
form sem gefa hugmynd um ýmiskonar mannvirki. Til dæmis má sjá gamla veginn sem lá að Vesturkoti, svo-
kallaða Kotagötu, en hann er nú hulinn gróðri þótt glögglega megi sjá móta fyrir slóðinni í landslaginu.
Ef litið er í vestur eða suðvestur þegar gengið er eftir eyrinni frá réttinni við vörðuna og út á hábunguna,
þ.e. til vinstri, má sjá svæði sem kallað er Sandbrekknatún og skiptist í tvennt, syðra og nyrðra tún. Sand-
brekknaheitið er ágæt heimild fyrir ástandi túnsins áður en Þorsteinn Jónsson stóð fyrir sandgræðslu á
eyrinni en hann byggði þar upp þrjú kot austan og vestan við Hvaleyrarbæinn: Bindindi 1778 eða Halldór-
skot, Lásastaði 1781 eðaVesturkot og Ásgautskot 1785 sem fékk seinna nafnið Sveinskot. Þannig stuðlaði hann
bæði að landgræðslu á Hvaleyri og öðrum náttúrunytjum og það fól í sér að ábúendur á svæðinu gátu goldið
kónginum það sem kónginum bar. Þorsteinn fékk síðan ábúðarrétt til æviloka fyrir sig og afkomendur sína að
launum frá kónginum. Þorsteinn virðist hafa gert sér ágæta grein fyrir því hvað þyrfti til þess að hjól atvinnu-
lífsins og þar með framþróunar á Hvaleyri snerust svo gagn væri af. Hann endurreisti Hvaleyrarbæinn eins og
sést á mynd úr Íslandsleiðangri Sir Joseph Banks frá 1772 og byggði ennfremur stóra bátasmiðju, þá stærstu
á landinu að því er Jónatan Garðarsson segir. Þar voru smíðaðir fiskibátar og lét Þorsteinn bændur og búalið
á Hvaleyri fá báta til afnota svo að þeir gætu róið til fiskjar og bætt þar með afkomu jarðarinnar. Því þeir fiska
sem róa, segir máltækið, og til þess að róa þarf víst báta. Þorsteinn kveikti á þessu og stuðlaði þannig að því
að bændur sköpuðu tekjur sem gáfu skatta og kóngurinn fékk sitt. Allir ánægðir. Jón sonur Þorsteins tók við
ábúðinni 1805 en hann drukknaði 1812 í Hvaleyrarvör. Eftir það tók Bjarni Sívertsen jörðina á leigu og keypti
hana af konungi 1816, en afkomendur Þorsteins misstu ábúðarréttinn.
Þar sem Hvaleyrarbærinn stóð fyrrum er
nú teigur en þar er hæsti punkturinn á Hvaleyr-
inni og umhverfis bæinn var Hvaleyrartún. Þegar
gengið er aðeins lengra í sömu átt er komið að
hjartalaga glompu á golfvellinum en þar nærri
segir Jónatan að allar líkur bendi til að kirkja hafi
staðið forðum enda segi í gömlum heimildum
að kirkjan hafi staðið beint upp af Gestalág sem
svo er kölluð. Við göngum því í vestur og niður
í fjöru. Þar er vissulega lág í landslaginu, rétt
upp af lítill vík og segir sagan að þar hafi fundist
sjórekin lík erlendra sjómanna í eina tíð og er
nafngiftin rakin til líkfundarins. Þar var jafnframt
svonefnd Jónasarlending, sumarlending Jónasar
Jónassonar bónda í Tjarnarkoti 1875-77 og Sveinskoti 1890-97.
Við göngum í norður upp úr Gestaláginni og komum að gömlu skotbyrgi sem breski herinn lét byggja
þarna á eyrinni. Byrgið er hlaðið og steypt og að hluta er það hulið torfhleðslu einhvers konar. Þakið er steypt
og sjá má að á því hafa verið skotraufar sem nú eru fylltar steypu. Norðvestur af skotbyrginu eru fleiri byrgi
sem augljóslega hafa þó verið ætluð aðeins einum hermanni hvert, hlaðin og steypt með braggalaga bárujárns-
þaki eða yfirbyggingu. Hefur þá verið gert ráð fyrir að hermaðurinn skriði þarna ofan í byrgið og stæði - eða
lægi - vaktina ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið af sjó. Nokkur slík byrgi eru þarna og verða þau að teljast
allmerkileg fyrirbæri. Og ekki er síður merkilegt fallbyssustæði þarna frammi á tanganum en þar var nokkuð
Efst á eyrinni stóð
gamli Hvaleyrarbærinn
og má enn sjá merki um
veggi og garða þar.
Ljósm.: JGR.
1...,28,29,30,31,32,33,34,35,36,37 39,40,41,42,43,44,45,46,47,48,...74
Powered by FlippingBook