31
Nicklaus sem sönnun fyrir ágæti aðferðar-
innar. Allt átti að gerast með vinstri hlið og
vinstri handlegg; sveiflan átti að vera geysi-
lega upprétt og há og svo var nauðsynlegt að
enda í mikilli fettu, sem með tímanum gat
eyðilagt bakið. En það var ekki verið að setja
það fyrir sig.
Þegar byrjendur reyndu að tileinka sér
þessa aðferð, sem er líklega einhver tæknilega
erfiðasta aðferð til að slá golfbolta af öllum
þeim sem reynt hefur verið að berja inní hinn
almenna golfara, þá gerðist það sem ugglaust
mátti sjá fyrir, að út úr þessu kom ekkert
annað en bullandi slæs.
Þá var ekki búið að finna upp surlyn eða önnur níðsterk efni sem nútíma golfboltar eru húðaðir með. Mig minnir að mest hafi
þá verið leikið með Dunlopboltum og væri boltinn hittur illa eða toppaður, myndaðist bogadregin rifa og sagt var þá, að slíkir boltar
væru skælbrosandi. Það var fyrir sig með eitt bros, en þegar brosin voru út um allt á boltanum, var kominn tími til að gefa honum frí.
Reyndar höfðu þeir þá flestir fengið fríið löngu áður, týndir í röffinu eða komnir út í fjöru.
Um og uppúr 1970 hófust golfferðir á vorin til Skotlands og margir notuðu það tækifæri til að kaupa golfsett.Með því vinsælasta
þá voru kylfur frá John Letters, Slazinger og Dunlop. Það var ekki fyrr en talsvert seinna, eða um 1977 að grafítsköft byrjuðu að sjást.
Golfskálinn á Hvaleyri varð strax nokkuð sér á parti meðal annarra slíkra. Þar var oft mannmargt og mikið talað, eða öllu heldur
þrasað og það ekki neitt í hálfum hljóðum. Það var þrasað um hvaðeina sem viðkom golfi, ekki sízt golfreglurnar, sem enginn kunni
vel. Þá varð að gilda hver gæti haft hæst og ekkert þýddi fyrir menn sem lá lágt rómur að taka þátt í þeim umræðum. Það hefði orðið
upplit á kúltiveruðum Bretum, sem aldir eru upp við hvíslingar í sínum virðulegu klúbbum, ef þeim hefði gefizt kostur á að kynnast
umræðum íVesturkoti.Aðeins kom það fyrir að hendur væru látnar skipta ef skoðanir fóru ekki saman, en það var þó fátítt.
Margvíslega aðstöðu vantaði íVesturkoti, til dæmis fyrir fataskipti og gaddaskóna, þegar inn var komið í skálann.Venjan var sú að
menn spörkuðu af sér skónum frammi við útidyr og svo var bara gengið yfir hrúguna. Áhættusamt þótti að fara á salernið, því ekki var
alveg víst að maður kæmist út því læsingin vildi festast.Óþægilegasta endurminningin tengist þó ekki því, heldur þeirri afleitu upákomu
sem varð í formannstíð minni, þegar í ljós kom að gjaldkerinn var spilafíkill og búinn að leggja sjóð klúbbsins undir og tapa honum.
Allt var það fé endurgreitt, en gjaldkerinn er ekki lengur á meðal vor og blessuð sé minning hans.
Frá upphafi var Keilir auðugur af litríkum karakterum. Frá fyrstu árunum og raunar miklu lengur er Júlíus R. Júlíusson, eða
Júlli eins og hann var kallaður, minnisstæðastur og það var mikill mannsskaði þegar hann fórst í bílslysi í keppnisför úti í Luxemburg.
Júlli var múrari og oft kom hann beint af vinnustað í sementsgallanum og fór mikinn; stundum gaf hann sér ekki tíma til að fara úr
stígvélunum. En hann var fæddur íþróttamaður og fljótur að komast í fremstu röð kylfinga í þá daga. Júlli lenti eins og aðrir á kafi í
röffinu annað slagið, en ég man sérstaklega hvað okkur þótti tilkomumikið að sjá hvernig hann plægði gegnum kafgresi þegar hann
sló úr því; þar nutu kraftarnir sín vel. En Júlli var þar að auki afar vel heima í mörgu, minnugur og greindur, og tók af lífi og sál þátt
í hávaðanum og þrasinu í golfskálanum.
Við skussarnir horfðum líka á það með aðdáun og nokkurri öfund, þegar Björgvin Hólm tugþrautarkappi kom og náði meistara-
tökum á golfinu á undraskömmum tíma.Okkur þótti yfirnáttúrulegt hvað þeir gátu lamið langt Björgvin og Júlli. En það voru fleiri sem
settu svip á Keili þótt þeir væru kannski ekki í röðum meistaraflokksmanna. Einn þeirra var Guðbjartur Jónsson - Baddi - prentsmiðju-
eigandi í Hafnarfirði, sem náði í baksveiflunni viðlíka langt og John Daly er nú frægur fyrir. Hjá Badda fólst golfið í löngum kýlingum;
allt hitt var aukaatriði. Hann er sá eini svo vitað sé, sem hefur rifbreinsbrotnað í golfi, en það gerðist með þeim hætti að eftir ofurdræv
þaut Baddi upp á staur til að sjá niðurkomuna. Staurinn var teigmerking, en Baddi var ekki alveg nógu heppinn með lendinguna á
Gísli Sigurðsson var um
skeið formaður Keilis og
sést hér munda kylfuna af
mikill einbeitingu. Gísli
skrifaði athyglisverða
grein um félagsstarfið
fyrstu árin sem birtist á
30 ára afmæli klúbbsins.
Mynd úr safni Keilis.