Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 40

40
Aðrir hafa bent á að fátt sé því til stuðnings að þarna megi merkja áletranir nefndrar skipshafnar. Bæði sýna dæmin að letur á
klöppum endist ekki nema tímabundið. Þannig hafa ekki fundist eldri letursteinar á Reykjanesskaganum en frá því um 1500. Steinninn
eyðist smám saman vegna veðrunar (vatn, frost og vindur) og letrið afmáist því óhjákvæmilega. Á steinunum eru hins vegar margar
áletranir, sumar eldri en aðrar. Breski herinn var með aðstöðu þarna á stríðsárunum og ljóst er að einhverjir hermannanna hafa bætt
við fyrri skrif. Þeir notuðu m.a. einn steinninn sem pall til að að hræra steinsteypu. Ber hann þess enn merki.
Ýmis ártöl má lesa af steinunum og sumir stafirnir líkjast rúnum. Hvað sem öllu tali og vangaveltum um að áhöfn Hrafna-Flóka
hafi klappað fangamörk sín á steinana, sem alls ekki er með öllu útilokað, er greinilegt letur á þeim og sumt af því eldra en annað.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi minnist ekki á Flókaklöppina í skrifum sínum um Hvaleyri í Árbók hins íslenska forn-
leifafélags árið 1903 - Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902. Þar segir hann m.a. með vísan í Landnámu: "Flóki
kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ok kölluðu þar Hvaleyri". Síðan segir hann: "Þar hefir Herjólfur leitað
lendingar og svo kennt höfnina við nafn hans: Herjólfshöfn. Á Hvaleyri er að sjá að kirkja hafi verið 1650, því á 2 ljósastökum, sem
Krýsuvíkurkirkja á, stendur, að það ár hafi Helmer Dirichsen Roode, undirkaupmaður í Hafnarfirði, gefið þá Hvaleyrarkirkju.““
Hvaleyrarbærinn hefur verið þónokkurt býli og má sjá ýmsar minjar á þessum slóðum sem tengja má við
búskapinn í kotinu. Vestur af honum stóð Vesturkot, sem var um tíma notað sem golfskáli. Þessi staður var
stundum nefndur Drundur sem er annað orð yfir það þegar naut leysa vind. Það hefur eflaust þótt hinn prýði-
legasti viðburður á þessum árum, þ.e. á 19. öld eða þar um bil, þegar aðeins fína fólkið gat leyft sér að eiga
naut og kýr. Nafngiftin hlýtur því að hafa haft á sér talsvert virðulegra yfirbragð heldur en ef íslenskur sveita-
bær væri kallaður þetta árið 2017. Almennt mun þó drundur hafa þróast yfir í heldur óvirðulegri merkingu
eftir því sem árin hafa liðið.
Þegar gengið er norður eftir eyrinni frá Drundi og út
að sjó er komið að Hvaleyrarbakka en þar hafa fundist
mannabein, til dæmis árið 1923 þegar Magnús Benja-
mínsson bóndi í Hjörtskoti fann höfuðkúpu af manni
og nokkra hálsliði í bakkanum „og gróf í kistli í mó-
num þar hjá, fjær sjó“ eins og segir í grein Matthíasar
Þórðarsonar um þetta í Árbók Hins íslenska forn-
leifafélags árið 1926. Yfirskriftin er
Fundin á Hval-
eyri bein þriggja manna
, en Magnús fann síðar tvær
höfuðkúpur í viðbót og fleiri bein. Jónatan Garðarsson
segir söguna af því þegar Pálína Margrét Þorleifsdóttir
sem hélt heimili fyrir þá þjóðfélagsþegna sem minna
máttu sín í Hjörtskoti, tók til sinna ráða varðandi bein-
in í kistlinum á þriðja áratug síðustu aldar. Þótti henni
þessum mönnum lítill sómi sýndur og vildi láta jarða
leifar þeirra í vígðri mold. Leitaði hún þá til Árna Björnssonar sóknarprests í Hafnarfjarðarkirkju sem setti upp
tiltekið verð fyrir þjónustu sína. Það hugnaðist Pálínu ekki svo hún leitaði til Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests
í Hafnarfirði. Tókust samningar með þeim svo hann annaðist jarðsetningu í kirkjugarðinum í Hafnarfirði.
Sagði Pálína svo frá því að eftir þetta hefði maður vitjað hennar í draumi og þakkað henni fyrir að koma þeim
félögum í vígða mold.
Sem kunnugt er stóð Hvaleyrinni mikil hætta af landbroti og varð það úr að Hafnarfjarðarhöfn og Hafnar-
fjarðarbær létu hlaða umtalsverðan varnargarð þarna á Hvaleyrarbakkanum, norðan í eyrinni. Myndar þessi
garður nú fallega umgjörð og ver Hvaleyri fyrir ágangi sjávar. Þegar gengið er meðfram bakkanum norðan
Hér má sjá Þórðarvik
sem er kennd við mann
sem þarna bjó fyrr á
tímum og dró bát sinn
upp í vikina og alveg
upp á bakkann. Það
hefur verið talsverð
aflraun. Ljósm.: JGR.
1...,30,31,32,33,34,35,36,37,38,39 41,42,43,44,45,46,47,48,49,50,...74
Powered by FlippingBook