30
þurfti að sækja það í brunn utan við gamla fjósið við Vesturkot. Þar var þá handvirk vatnsdæla sem notuð var
til þess að dæla upp vatninu í fötur og bera það síðan inn í húsið.Vatnslögn kom ekki fyrr en síðar þegar byggt
var við golfskálann. Mun vatnið hafa mælst misvel fyrir og þótti ekki alltaf henta til að hella upp á kaffi því
stundum var allnokkurt saltbragð af því. Í fyrrnefndu fjósi var fyrsta kerrugeymslan á golfvellinum en hún var
síðan færð þangað sem stofan var síðar í skálanum en þá voru breytingar svo skammt á veg komnar að þar var
þá einungis moldargólf. Geta má sérstaklega þeirra Kristjáns Sveinssonar og Geirs Oddssonar sem lögðu gjörva
hönd á plóg við breytingar og umbætur áVesturkoti á þessum tíma enda tók húsið umtalsverðum breytingum
eftir að Keilisfélagar fengu það til umráða. Þess má einnig geta að fánastöngin viðVesturkotið var engin venju-
leg fánastöng heldur mastur sem Jónas formaður hafði sníkt út úr bænum sem af einhverjum ástæðum hafði
það í sinni vörslu. Er talið líklegt að mastrið hafi verið úr báti í eigu Jóns Gíslasonar, annað hvort Fiskakletti eða
Fagrakletti, sem átti að sökkva með því að kveikja í honum úti á sjó, utan við Hvaleyri. Það tókst reyndar ekki
svo bátinn rak upp í fjöru og má enn sjá þar menjar um hann, til dæmis kjölinn og einhver byrðingsbönd. En
margir muna eftir mastrinu þar sem það stóð viðVesturkotið.
Á næsta fundi var Pétri gjaldkera Auðunssyni falið að semja við kvikmyndahús um sýningar á golf-
kvikmyndum ef takast mætti að útvega þær, eins og það er orðað. Sagt er frá slíkum myndasýningum annars
staðar hér í þessu riti og virðist því hafa gengið ágætlega að finna eitthvað til að sýna.
Flestar tillögur á félagsfundum Keilis voru samþykktar án mikilla mótbára en á aðalfundinum 16. febrúar
1969 höfðu skapast einhverjar umræður um ársreikninga, fjárhagsáætlun og lagabreytingu og var þá „borin
upp tillaga um frestun fundar í 30 mín. meðan fundarmenn gæddu sér á kaffi og kökum. Samþykkt ein-
róma.“ Eftir að fundur var settur að nýju hófst stjórnarkjör og lét þá fyrsti formaðurinn af embætti þegar
Birgir Björnsson var kosinn í hans stað en aðeins var borin upp tillaga um Birgi á fundinum. Raunar var Pétur
Auðunsson endurkjörinn í stjórn á þessum fundi en á fyrsta fundi hennar kom fram að hann baðst eindregið
undan stjórnarsetu og öðrum opinberum störfum fyrir klúbbinn og varð stjórnin við þeirri ósk. Pétur hefur
orðið að taka kjöri sínu eins og hverju öðru hundsbiti en hann gat þó brugðist við á meira afgerandi hátt inni
á golfvellinum eins og Jóhann Níelsson rifjaði upp í desember 2016: Pétur var þá nokkuð fyrir framan Jóhann
að spila á vellinum og hafði týnt bolta sínum. Pétur tók nokkurn tíma í boltaleitina, nóg til þess að Jóhann var
kominn fullnálægt og sló sínum bolta alveg framundir Pétur þar sem hann rýndi í kargann. Pétri líkaði þetta
augljóslega ekkert sérlega vel því hann sló bolta Jóhanns umsvifalaust aftur til baka! Þessu fylgdu engin orð og
var aldrei rætt frekar.
Gísli Sigurðsson gekk í raðir Keilisfélaga 1969 en hann varð síðar formaður í klúbbnum. Gísli var
blaðamaður og hefur skrifað ýmislegt fróðlegt, meðal annars um Keili og Hvaleyrina, sem reifað er hér í
þessari samantekt. Í 30 ára afmælisriti Keilis birtist eftir hann dýrmæt heimild um fyrstu ár Keilis undir
fyrirsögninni Líf og fjör í Vesturkoti. Þetta er um sumt skemmtileg samantekt en um allt áhugaverð, engin
glansmynd og fróðleg um tíðarandann, móralinn í golfskálanum, nokkrar persónur og leikendur og aðstæður
sem Keilisfélagar bjuggu við og kynntust í árdaga klúbbsins. Greinin fer í heild sinni hér á eftir:
Golfklúbburinn Keilir var búinn að starfa í tvö ár þegar ég gekk í raðir Keilisfélaga en frumbyggjasvipurinn setti þá mark sitt bæði á
völlinn á Hvaleyri og golfskálann, sem var íbúðarhúsið íVesturkoti.
Flestir voru á sama báti í þá veru að þeir höfðu enga reynslu af golfi; voru blábyrjendur. Aðeins örfáir höfðu leikið golf
annarsstaðar. Búið var þá að bæta þremur holum við þær sex, sem byrjað var með. Líklega þætti sá völlur ekki mjög góður núna, því
engin tök voru á að slá utan brauta og þar var kafgresi; mátti heita að hver bolti væri týndur sem lenti út af braut.
Allt var að sjálfsögðu frumstætt, völlurinn, golfskálinn íVesturkoti og síðast en ekki sízt golfið. Þá var „square-to-square“ aðferðin
það nýjasta í golfkennslu og það voru einkanlega Bandaríkjamenn sem predikuðu þessa aðferð og þá var gjarnan bent á hinn ósigrandi