41
frá og suður og austur með ströndinni er komið í svolitla geil sem kölluð er Þórðarvik og er nefnd eftir Þórði
Jónssyni lóðs og kotbónda í Þórðarkoti sem síðar var nefnt Beinteinskot eftir ábúendaskipti þar. Þórður þessi
mun hafa dregið bát sinn upp úr lendingunni í geilinni og alveg upp á bakkann. Þetta er talsvert bratt og hátt
og má kallast þrekvirki að nokkrum manni hafi tekist að draga bát þar upp á þurrt land.
Og áfram höldum við í áttina inn að Hvaleyrargranda og Hvaleyrartjörn. Rétt áður en komið er að tjörn-
inni og grandanum, förum við um svæðið þar sem bátasmiðja Þorsteins Jónssonar stóð og þar hjá var Hval-
eyrarvörin og nokkru innar á Hjallanesi var Hvaleyrarhjalli. En framundan er Hvaleyrartjörn sem þjónaði sem
skipalægi á tímum Innréttinga Skúla fógeta Magnússonar. Þar voru húkkortunum eins og fiskiskipin kölluðust
siglt inn og þær hafðar í vari. Yfir háveturinn voru skipin dregin á þurrt upp á Skipasand sem kallað var þar
sem verbúðarskýlin eru núna að sögn Jónatans. Hvaleyrargrandi var mun lengri og meiri en hann er í dag.
Hann mun hafa náð langleiðina að Flensborgarhöfn á móts við Óseyri, en þar stendur veitingahúsið Kænan.
Grandinn fór illa í sjógangi á seinni hluta 18. aldar og Óseyrartjörn var smám saman fyllt upp um miðja
síðustu öld. Á grandanum voru ýmis kennileiti eins og Skiphóll á móts við Hafnargarðinn en Hvaleyrartjörn
var í eina tíð nefnd Herjólfshöfn. Þess má svo til gamans geta að ef staðið er á Hjallanesi á grandanum og horft
eftir nesinu og upp í holtið má sjá eldgamla rétt þar sem allt eins gæti verið gerð af landnámsmönnum.
En nú beygjum við til hægri eða til
suðurs og göngum upp að þústinni sem
myndar rústirnar af Sveinskoti - sem
reyndar var kallað Sælakot í seinni tíð eftir
Ársæli Grímssyni síðasta ábúanda þar og
fyrsta starfsmanni Keilis, rétt neðan við
gömlu vélageymsluna, steinhúsið sem
enn stendur. Þar fyrir neðan er önnur
þúst, aðeins minni, en það er gamli Hval-
eyrarbrunnurinn. Þangað sóttu allir bæn-
dur og búalið á Hvaleyri vatn sitt um langt
skeið og þurfti þá að ganga með skjólur
og kyrnur að brunninum og bera í þeim
vatnið heim á alla bæi. Þetta hefur verið
ærinn starfi.
Og nú fer að styttast í gönguferðinni
því við erum komin að Hjörtskoti. Það var
fyrst nokkuð neðan við síðari staðsetn-
ingu en síðast var það rétt neðan við
tóftirnar af Poltzhúsi sem enn sjást. Poltz-
hús var timburhús byggt fyrir Legh Poltz
árið 1775, en tekið niður nokkrum árum
seinna og viðirnir seldir. Legh Poltz var
starfsmaður Skúla Magnússonar fógeta
og hafði yfirumsjón með skipaflota hans
í Hafnarfirði. Það má sjá vinkillaga járn-
stöng eða rör þar sem hús Legh Poltz stóð
en Hjörtskot er hins vegar alveg horfið.
Austarlega á Hvaleyrinni,
nokkuð ofan við Hval-
eyrartjörn, er þessi þúst
sem nú hylur vatnsbrunn
þann sem íbúar á eyrinni
sóttu lengi vel vatn sitt í
og báru heim í fötum.
Ljósm.: JGR.
Þegar gengið er í átt að
golfskálanum, upp brekk-
una frá Hvaleyrartjörn,
er komið að þessari tóft
sem er allmerkileg. Þetta
er Poltzhús sem var byggt
árið 1776. Þar rétt fyrir
neðan stóð Hjörtskot.
Ljósm.: JGR.