26
Í ræðu formannsins á framhaldsstofnfundinum var svolítið rætt um áhöld þau sem þarf til að iðka íþróttina
enda hafði á fyrri stofnfundi verið spurst fyrir um golfkylfur og verð á slíkum tækjum. Þá vissi formaðurinn
um tvo innflytjendur „golftækja“ sem voru Heildverslun Ásgeirs Ólafssonar í Reykjavík og Daníel Pétursson.
Báðir aðilar höfðu brugðist vel við fyrirspurn frá Keili um hvað væri í boði og hvað það gæti kostað og vildu
bjóða betri kjör ef nokkur golfsett væru pöntuð í einu:
Varðandi verð má geta þess að hálft sett sem fullkomlega nægir í byrjun mun kosta frá 4,5-5 þúsund eða því bili, unglinga- og konusett
kr. 2.800.-Varðandi 1/2 eða 1/1 sett má geta þess að einn fyrrverandi Íslandsmeistari spilar einungis með 1/2 setti.
Í samantekt Jónasar formanns, sem áður hefur verið minnst á hér að framan í tengslum við landvinninga
klúbbsins á Hvaleyri, ræðir hann lykilatriði í starfi klúbbsins fyrstu árin:
Þennan mikla menningarauka, að stofna golfklúbb í sveitarfélögunum fjórum, þurfti að sjálfsögðu að kynna fyrir forystumönnum
þeirra, ekki síst til að sannfæra þá um nauðsyn þess að styrkja klúbbinn duglega með fjárframlögum. Í þeim tilgangi var árleg keppni
Félagsstarfið fyrstu árin
Gamli bærinnVesturkot fékk
nýtt hlutverk sem golfskáli
þegar golfvöllur Keilis var
opnaður á Hvaleyri vorið
1967. Kerrugeymsla var í
gamla fjósinu sem er áfast
íbúðarhúsinu til hægri á
myndinni. Mynd úr
safni Keilis.