37
stefnu nokkurn veginn milli Esjunnar og Snæfellsjökuls, og þá eftir hábungu Hvaleyrarinnar, sést bæjarstæði
gamla Hvaleyrarbæjarins á efsta leitinu sem kalla má bæjarhól. Við göngum í átt að bæjarstæðinu. Næst verður
á vegi okkar mjög gamall túngarður sem er m.a. kallaður Fornigarður sem eflaust hefur einnig gegnt landa-
merkjahlutverki á sínum tíma. Þessi garður
markaði heimatúnið og varnaði því að lausafé
kæmist inn í túnið. Fornigarður liggur samsíða
gömlu þjóðleiðinni milli Innnesja og Suðurnesja,
svonefndri Alfaraleið eða Suðurvegi. Garðurinn
liggur nokkurn veginn í stefnuna austur/vest-
ur og afmarkar að hluta (Suðurtún) Suðurvöll
norðaustanvert við hábunguna, en hann til-
heyrði Hjörtskoti. Suðurvöllur endar þar sem
gamli Kotagatan lá og neðan hans stóð Sveinskot
í láginni á eyrinni austanverðri. Þar er Sveinskots-
tún, en Ársæll Grímsson, síðasti ábúandinn á
Hvaleyri, bjó í Sveinskoti. Sjá má það litla sem
Teikning Jónatans
Garðarssonar sýnir vel
hvernig umhorfs var
á Hvaleyri á fyrri tíð.
Keilisfólk hefur vandað
sig við að vernda og
skrá örnefni og minjar
á svæðinu.
Jónatan Garðarsson fylgdi
höfundi þessara orða um
Hvaleyrina og benti á ýmsa
merkilega staði. Hér er hann
í gömlu réttinni austan við
golfskálann. Ljósm.: JGR.