Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 21

21
klúbbnum þá aðeins 16 ára að aldri og getið er hér annars
staðar í þessu riti, eða um það leyti sem hann hóf golfvalla-
hönnun með því að setja mark sitt á völlinn á Akranesi.
Skjöld kom til Íslands á eigin vegum árið 1972 og
bauðst þá til þess að gefa Íslendingum góð ráð varðandi
gerð golfvalla. Golfsamband Íslands blés til fundar á Hótel
Loftleiðum og bauð þangað formönnum allra golfklúbba
landsins og vallarnefndarmönnum þeirra. Fulltrúi Keilis á
þeim fundi var Sigurður Héðinsson formaður, en Skjöld
mun hafa boðist til þess að teikna golfvelli á Íslandi án
endurgjalds ef Golfsambandið greiddi flug og uppihald
fyrir hann og eiginkonu hans meðan þau dveldu hér á
landi. GSÍ samþykkti tilboðið og eftir það vann Nils Skjöld
frumteikningar og lagði til breytingar á Hvaleyrarvelli,
Garðavelli Golfklúbbsins Leynis og Leiruvelli Golfklúbbs
Suðurnesja. Sagt er frá þessu í ritinu Golf á Íslandi -
Upphafshöggið og þar kemur einnig fram að golf-
völlur Keilis hafi verið stækkaður úr 9 holum í 12
veturinn 1973 samkvæmt ráðleggingum Skjölds.
Eins og fyrr er sagt frá var bókað á fundi stjórnar
Keilis þann 6. apríl 1972 að Sigurður Héðinsson for-
maður myndi fara á fund sem haldinn yrði með hinum
sænska golfvallarsérfræðingi Nils Skjöld. Næst er bókað í gerðabók klúbbsins að þann 29. júní hafi verið
haldinn almennur félagsfundur í Keili þar sem fundarefnið var nýskipan vallarins samkvæmt tillögum Skjölds
um 12 holu völl. Á þessum fundi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að breyta vellinum í samræmi
við tillöguna og stjórninni falið að hefja framkvæmdir. Þann 13. október er síðan bókað á stjórnarfundi að
teikningar af nýja vellinum hafi verið sendar til Golfsambands Íslands til staðfestingar þannig að framlag fáist
til framkvæmdanna úr Íþróttasjóði.
Fjallað er um komu Skjölds hingað til lands og afrakstur samvinnunnar við hann í ágætri grein í Alþýðu-
blaðinu þann 27. maí 1972:
Um miðjan mánuðinn barst golfklúbbnum Keili bréf frá sænska golfvallaarkitektinum Nils Skjold ásamt tveimur ágætis tillögum að
nýju vallarskipulagi á svæði félagsins á Hvaleyri.
Önnur tillagan virðist mun álitlegri, enda þótt báðar séu góðar. Þar gerir Skjold ráð fyrir 12 holum (brautum) og reynir að nýta
eftir beztu getu þær náttúruhindranir og flatir, sem þegar eru fyrir. Bæði 9. og 6. flöt eiga að liggja nálægt golfskálanum, til að auðvelda
mönnum að leika hálfan hring eða fullan 18 holu hring.
Nýting svæðisins verður mjög góð með þessu 12 holu skipulagi auk þess sem blindholum verður útrýmt að mestu. Í dag er það
einn höfuðgalli á Hvaleyrarvellinum, að mörg teighögg eru blind og svæðið illa nýtt á jöðrunum. Ágætt æfingasvæði yrði sunnan vegar,
þar sem núverandi 1. braut liggur og virðist þetta atriði vera einn höfuðkostur 12 brauta tillögu Skjold.
Þeir, sem þegar hafa skoðað tillöguna, eru mjög sama sinnis og ég, og er augljóst, að 12 brauta tillagan á mun meira fylgi að fagna.
Samanlögð lengd brauta, þ.e. miðað við allar 18 í fullri umferð, er um 5.800 m, sem er mjög hæfileg að mínum dómi.
Undanfarin ár hefur þróunin í vallargerð stefnt í þá átt að gera vellina þrengri, styttri ásamt því að flatir minnka. Þessi völlur
yrði því með þeim lengstu eftir 2-4 ár. Keilismenn eru þegar farnir að leggja á ráðin um, hvenær hefjast skuli handa og almennur
Tveir góðir, Sigurður
Héðinsson og Júlíus R.
Júlíusson. Mynd úr
safni Keilis.
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...74
Powered by FlippingBook