20
má geta að fyrstu árin lögðu margir hönd á plóg og ef til vill má segja að það hafi átt við í þeirra orða fylls-
tu merkingu um Pétur Auðunsson, sem jafnan var kenndur við vélsmiðju sína, en hann sá lengi vel um allt
viðhald á vélum og tækjum klúbbsins fyrstu árin.
Jónas ræddi aðferðir við uppbyggingu flata á framhaldsstofnfundinum 1967 og sagði Keilismenn helst
hallast „að því að afla beri svokallaðs Kentucky Blue Grass, sem er mjög litfögur og harðgerð grastegund og
nú notuð á flatir á golfvelli við Sandgerði.“
Um þróun golfvallar á Hvaleyri segir meðal annars á vef Keilis:
Sumarið 1967 var farið að leika golf á Hvaleyrinni; í fyrstu á 6 holu velli og slegnar flatir, þar sem sléttir blettir voru fyrir. Eftir land-
námið á Hvaleyri og mestu byrjunarörðugleikana var skipulagður þar 9 holu völlur, sem var tilbreytingarríkur og talsvert erfiður. Svo
vel hagar til á Hvaleyri, að hægt var að finna slétta bletti fyrir flatir til bráðabirgða, en fljótlega var gengið í að byggja upp teiga. Félagið
eignaðist traktor og brautarsláttuvél og sömuleiðis flatarsláttuvél og eftir tíu ára fjárhagsörðugleika, er sá vélakostur nánast óbreyttur.
Magnús Guðmundsson frá Akureyri, fyrrum Íslandsmeistari í golfi, teiknaði 9 holu völlinn, sem var í notkun fram í júní 1972.
Þá var tekinn í notkun nýr 12 holu völlur, sem félagsmenn höfðu 1971 samþykkt að láta Svíann Nils Skjöld teikna. Ástæðan var sú,
að mönnum þótti landsvæðið á Hvaleyri ekki nýtast sem skyldi og yrði hægar að fá viðbótarland fyrir 6 holur en 9.
Nýi 12 holu völlurinn var í fyrstu ívið styttri en verið hafði og víða leikið á bráðabirgðaflatir. Á síðustu fjórum árum hefur verið
unnið að gerð teiga og flata svo sem fjárhagslegt bolmagn leyfir, en svo dýr eru þessi mannvirki, að ofætlun hefur verið að ráðast í meira
en eina flöt á ári, – enda skiptir kostnaður við hverja flöt hundruðum þúsunda.
Á 10 ára afmælinu stendur uppbygging vallarins þannig, að fjórar flatir hafa verið byggðar upp eftir beztu getu; á þremur stöðum
notast flatir frá náttúrunnar hendi, en fimm flatir á ennþá eftir að byggja upp. Helmingur teiganna hefur verið byggður upp, svo viðun-
andi má telja, – á sex stöðum er ennþá notazt við meira og minna slæma bráðabirgðateiga og fremri teiga er yfirleitt alveg eftir að gera.
Bunkera eða sandglompur, sem teljast sjálfsagður hlutur í golfvallararkitektúr, á einnig að mestu leyti eftir að gera.
Í upphaflegri greinargerð um golfvöll á Hvaleyri sem Sigurður Guðmundsson samdi segir hann frá því að
formaður klúbbsins hafi falið honum að skipuleggja völlinn og hafi hann unnið að því sumarið 1967. Sig-
urður gerði þrjá uppdrætti og var sá síðasti samþykktur sem besta lausnin. Hann lýsir landinu þannig að þar
sé gamalt vel gróið tún, um 25 hektarar, með sjó á þrjá vegu sem geri vallarstæðið skemmtilegt til golfiðkunar.
Kveðst hann við hönnun sína hafa reynt að nýta ströndina sem best.Vegurinn aðVesturkoti, eða klúbbhúsinu,
skipti landinu til helminga sem hafi nokkur áhrif á brautir 1 og 6. Síðan lýsir Sigurður hverri holu og leiðinni
að henni.
Vart er ástæða til að rekja allar þær lýsingar hér en þó má til gamans taka með þá níundu sem var par 3:
Teigur brautarinnar er ofar í landinu, norðan við 8. braut. Flötin liggur í 138 m fjarlægð með þrjár glompur sér til varnar. Flötin er
mjórri að framan, en þar eru tvær glompur sem gera „rúllubolta-menn“ gráhærða. Glompa situr svo að aftan hægramegin við flötina
og er henni ætlað að gleypa „Slæsara“.
Nils Skjöld kom til skjalanna þegar golf hafði verið leikið á Hvaleyri í 5 ár en hann hannaði meðal annars
Grafarholtsvöll og Hvaleyrina hér á landi en hann var einnig annar hönnuða hins konunglega golfvallar við
Drottningarhólm, bústað sænsku konungsfjölskyldunnar í Svíþjóð og margra fleiri rómaðra valla. Á golfvelli
Keilis tók hann við boltanum af Magnúsi Guðmundssyni sem hannaði upphaflega 9 holu völlinn. Skjöld
hannaði 12 holu völl. Síðar var völlurinn auðvitað stækkaður í 18 holur en þá eftir hönnun Hannesar Þor-
steinssonar sem kemur við sögu Keilis á fleiri sviðum, meðal annars fyrir athyglisvert bréf sem hann skrifaði