19
Í ræðu Jónasar formanns á fyrsta aðalfundinum þann 11. febrúar 1968, sem til er skrifuð í gögnum Keilis,
segir:
Eins og flestum ykkar er kunnugt, náðust samningar við Hafnarfjarðarbæ um að við fengjum Hvaleyri undir golfvöll. Samþykkt bæjar-
ráðs er dags. 27. apríl og bæjarstj. 3. maí 1967. Undirbúningur að golfvallargerð á því landi sem við fengum afhent hófst þá þegar og
var að flestu leyti um sjálfboðavinnu að ræða. Lögðu þar margir hönd á plóginn.
Við keyptum flatarsláttuvél, brautarsláttuvél og önnur nauðsynleg golfvallartæki.Við réðum Ársæl bónda í Sveinskoti okkur til
aðstoðar við framkvæmdir á vellinum og fengum jafnframt afnot af dráttarvél hans til sláttar á brautunum. Ársæll vann mjög gott starf
sl. sumar og væntum við þess að við fáum notið starfskrafta hans nú næsta sumar einnig.
Sá hluti Hvaleyrar, sem fyrst var tekinn í notkun var allt landVesturkots og Halldórukots. Á þeim hluta gátum við komið fyrir 6
brautum.
Síðan fengust næstu þrjár holur eftir að landaskipti voru um garð gengin og var völlurinn þá orðinn 9 holur.
Það létti verulega á þeim holum sem fyrir voru enda óx aðsókn að honum verulega strax fyrsta árið. Þess
Þróun golfvallar á Hvaleyri
Nokkrir af frumherjunum
á góðri stundu. F.v.: Pétur
Auðunsson, Eiríkur Smith,
Sigurbergur Sveinsson og
Knútur Björnsson.
Mynd úr safni Keilis.