18
á gerð golfvalla og þá sérstaklega
flata. Síðan er tekið til þess að
hvar sem Keilisfólk leiti hófanna
um upplýsingar á þessum sviðum
beri Bandaríska golfsambandið
ævinlega á góma. Í ljósi þess
óskar Jónas eftir góðum ráðum
og vonast til að heyra frá forsvars-
mönnum sambandsins sem fyrst.
Það stóð vissulega ekki á svari
frá Golfsambandi Bandaríkjanna.
Það er dagsett 13. febrúar 1967.
Þar segir að sambandið sinni ekki
hönnun golfvalla og geti því ekki
orðið að liði beinlínis á því sviði
en í svarbréfinu er bent á að best
sé að hafa samband við golf-
vallarhönnuði og fylgir því
langur listi yfir slíka aðila og
einnig um rit sem efnið varða auk
leiðbeininga um flatagerð.
Í skýrslu Jónasar A. Aðalsteinssonar formanns fyrir árið 1968 kemur fram að um vorið það ár hafi Keilir
fengið í hendur allt ræktað land á Hvaleyri og þann 26. maí hafi golfvallarlagningu í meginatriðum verið lokið
en þar var unnið í samræmi við teikningar Magnúsar Guðmundssonar íþróttakennara á Akureyri.Vallarnefnd-
ina skipuðu á þessum upphafstímum þeir Pétur Auðunsson og Ingólfur Helgason.
Vinna Magnúsar Guðmundssonar við skipulagningu golfvallarins á Hvaleyri naut stuðnings íþróttafull-
trúa ríkisins, Þorsteins Einarssonar. Hafði hann verið í samskiptum við Jóhann Níelsson hjá Keili og í bréfi
Jónasar formanns til Þorsteins er vísað til þeirra samskipta og farið fram á að íþróttafulltrúinn greiði reikn-
ing frá Magnúsi að fjárhæð 26.730 krónur sem Keilismenn töldu réttmæta, eins og Jónas segir í bréfi sínu.
Magnús sé væntanlegur að norðan innan fárra daga og þætti Jónasi gott ef hann mætti vísa honum til Þorsteins
varðandi greiðsluna. Nefnir hann sérstaklega að verk Magnúsar þyki vel unnin og lausn hans mjög góð. Um
leið er Þorsteini þakkaður atbeini hans að lausn málsins.
Jónas formaður skrifar Magnúsi bréf dagsett 2. apríl 1968. Þar vísar hann til samtals við Magnús varðandi
vallargerðina og lýsir almennri ánægju Keilisfélaga með tillögurnar. Segir Jónas að nú sé þess einungis beðið
að framkvæmdir geti hafist á vellinunum en vægast sagt líti illa út með vorverk sunnanlands vegna mikilla
frosta. ,,En vonandi kemur vorið eins og vanalega“ segir Jónas að lokum og sendir Magnúsi sínar beztu kveðjur.
Bréf Jónasar A.Aðalsteins-
sonar til Golfsambands
Bandaríkjanna þar sem
hann kynnir sig sem
fulltrúa nýlega stofnaðs
golfklúbbs á Íslandi og
óskar leiðsagnar um
golfvallargerð. Bréfið er
skrifað nokkru áður en
Keilir er stofnaður svo
hendur hafa staðið
talsvert langt fram úr
ermum á þessum tíma.