Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 17

17
Eftir fundinn voru þeir Sigurbergur og Jónas hins vegar sammála um að forstjórinn hefði haft það álit á þeim
félögum að þeir væru ekki alveg eðlilegir:Að ætla sér að slá einhverjar kúlur á svona flottri ríkisjörð! Það hefur
því væntanlega ekki komið þeim á óvart svarbréfið sem stjórn Keilis fékk og innihélt afsvar frá Ríkisspítölum
með bréfi dagsettu 12. 5. 1967 þar sem segir að ákveðið hafi verið að rekstri Vífilsstaðabúsins verði haldið
áfram a.m.k. til vorsins 1968 og því ekki mögulegt að semja um leigu landsins að sinni.
Hins vegar er áhugavert að þann 9. febrúar skrifar Jónas formaður bréf til The United States Golf Association
(Golfsamband Bandaríkjanna) sem hefst á þessum orðum:
Dear Sirs,
We represent a golf club which is recently established in Gardahreppur, in the vicinity of Reykjavík, the capital of Iceland.
Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að klúbburinn var ekki formlega stofnaður fyrr en níu dögum síðar.
En miðað við hversu vel gekk að koma starfsemi klúbbsins af stað strax um vorið er ágætt að nota þetta bréf
til dæmis um það að forkólfarnir að stofnun Keilis voru afar áhugasamir um framgang málsins og ákefð þeirra
er gott dæmi um þann metnað og dugnað sem gjarnan einkennir slíka frumkvöðla. En aftur að bréfinu. Þar
er bent á að þótt golf hafi verið stundað á Íslandi frá árinu 1934 búi landsmenn að afar takmarkaðri þekkingu
Erindi frá Keili til
Stjórnarnefndar Ríkis-
spítalanna um svæði
undir golfvöll við
Vífilsstaði. Það fékk
neikvætt svar og beindu
menn því sjónum sínum
að Hvaleyri í Hafnarfirði.
1...,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,...74
Powered by FlippingBook