16
„Við höfum frétt á skotspónum, að þér hugsið yður að leggja niður búskap áVífilsstöðum og því er það von okkar, að hagsmunir yðar
og félags okkar falli saman að einhverju eða öllu leyti.
Því snúum við okkur nú til yðar með formleg tilmæli um að fá á leigu land úr Vífilsstaðalandi undir starfssemi félags okkar.
Meðfylgjandi bréfi þessu eru frumdrög um tillögu um það hvaða land væri hentugt í þessu sambandi.
Uppdrátturinn var gerður af Júlíusi Sólnes verkfræðingi en hann var af formanni Keilis talinn hafa einna mesta
þekkingu á golfvallargerð hérlendis á þessum tíma. Hann segir uppdráttinn fyrst og fremst hafa verið gerðan
til þess að sýna hvernig golfvöllur gæti litið út á þessu svæði. Um var að ræða 9 holu völl en í bréfinu segir
Jónas að ef Ríkisspítalar vildu gefa eftir eitthvað meira af landi þá væri eflaust hægt að koma fyrir 18 holu velli.
En alla möguleika mætti ræða. Eini gallinn, sem stjórn Keilis sá á þessu landi, var tilbreytingarleysi í landslag-
inu og því þyrfti að planta þar miklum trjágróðri til þess að auka fjölbreytni á vallarsvæðinu. „Við væntum
þess, ef til kemur, að þér hafið ekki á móti slíkri ræktun,“ segir Jónas og bætir við að ekki sjái Keilisfólk ástæðu
til þess að ræða málið frekar í bréfinu en ítrekar umleitan sína og væntir svars við fyrsta hentugleika.
Nú má spyrja hvort þarna hafi stjórnin verið búin að gera upp hug sinn og sett stefnuna á Hvaleyrina þannig
að þessi ósk um viðræður við ríkisspítala um Vífilsstaði hafi meira verið í orði en á borði? Í það minnsta
rifjar Sigurbergur Sveinsson árið 2016 upp fund þeirra Jónasar formanns með forstjóra Ríkisspítala í kjölfarið
á bréfinu sem nefnt var hér að framan. Þeir voru mættir til fundarins að eigin mati í afar göfugum tilgangi.
Fyrst var reynt að fá land
undir golfvöll Keilis við
Vífilsstaði. Hér má sjá
uppdrátt sem Júlíus Sólnes
gerði af brautum á þeim
slóðum þar sem golfvöllur
GKG er nú.