Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 13

13
sér þeim túnum sem um ræddi. Matið fór fram þann 25. júlí 1967 sem fyrr segir í samræmi við landaskipta-
reglur. Guðmundur mótmælti niðurstöðunni „sem að sjálfsögðu er algjör fásinna, þar eð hér fór fram eina
rétta leiðin til slita á réttindum að landi í óskiptri sameign,“ eins og segir í greinargerð Jónasar fyrir fógeta-
réttinum. Bæjaryfirvöld samþykktu matsgerðina og sögðu að kylfingum væri heimilt að yfirtaka þann hluta
túnsins sem hinir dómkvöddu matsmenn höfðu talið að ætti að tilheyra Keili.
Jónas Aðalsteinsson formaður reifar málsatvik í ræðu sinni á aðalfundinum 11. febrúar 1968 í kjölfar þess
að Guðmundur reyndist svo ófús til skiptanna að dómkveðja þurfti matsmenn til þess eins og að framan greinir.
Jónas segir að tekist hefði að kaupa hálfa hálflenduna Hvaleyri af Kristjáni Steingrímssyni en hinn helminginn
hafði Guðmundur í óskiptri sameign við Kristján. Í dómsmálinu kom reyndar einnig fram að Kristján hefði
ítrekað reynt að selja Guðmundi sinn hluta en án árangurs. Þegar niðurstaða lá fyrir varðandi skiptin, segir Jónas,
um það hvernig Keilismenn gátu náð undir sig landi fyrir þær 9 holur sem áformaðar voru fyrir fyrsta völlinn:
…tókum við það land, sem okkur var þannig úthlutað í okkar hendur með samþykki bæjarins, girtum það og settum niður 3 nýjar
brautir svo brautafjöldinn varð þá þegar sá, sem hann verður endanlega.
Þetta var gert í skjóli nætur sem fyrr segir. Guðmundur mætti á svæðið en ákvað þá að láta gott heita að sinni.
Ekkert gerðist í málinu þangað til hann ákvað að stefna Keili í máli því sem hér er rakið. Miðað við hvernig
Jónas lýsir framvindunni virðist Guðmundur hafa áttað sig á því að ekki væri mikil von til þess að hann
bæri sigur úr býtum í viðureign sinni við klækjarefina í Keili en ákveðið samt að gefast ekki upp fyrr en í
fulla hnefana. Hann svaraði engum bréfum og fór ekki á stúfana fyrr en Keilismenn höfðu girt sinn hluta af
og stefndi þá klúbbnum fyrir dóm. Í munnlegum málflutningi sínum í dómssal heldur Jónas því eindregið
fram að Guðmundur hafi með aðgerðarleysi sínu firrt sig öllum rétti og bendir á dómafordæmi máli sínu til
stuðnings. Og fleira er tínt til. Gaman er að geta þess hér að ræða Jónasar fyrir rétti eða drög að henni, er til á
bleikum spjöldum sem hann hefur haft sér til halds og trausts. Keilir hafði fullan sigur í málinu.
Og landvinningar Keilismanna héldu áfram. Afsal Sumarliða Andréssonar fyrir Hjörtskot og Halldórskot
er dagsett 4. apríl en það gilti fyrir allar fasteignir og réttindi yfir þeim „þar með talin hlaða, þak á fjárhúsi og
girðingar, svo og hugsanlegar bætur vegna niðurrifs á girðingum í Halldórskoti“. Þetta með „þak á fjárhúsi“
er nokkuð athyglisvert og má spyrja hvort það hafi staðið eitt sér og án veggja en það er ekki rakið nánar
í heimildinni. Kaupverðið var 50 þúsund krónur sem skyldi greiðast á fimm árum með 10 þúsund króna
greiðslu 31. maí ár hvert. Og samningar við Guðmund Þ. Magnússon virðast einnig hafa tekist í apríl 1968 því
þann 11. þess mánaðar er haldinn fundur í stjórn Keilis í Vesturkoti þar sem fyrir lá tilboð frá Guðmundi um
kaup klúbbsins á hans hluta af fasteignum á Hvaleyri og var samþykkt að fela þeim Jónasi formanni og Jónasi
Níelssyni að semja við Guðmund. Og þarna virðist ýmislegt vera að ganga upp því á sama fundi er þeim falið
að semja við Helga Þórðarson um kartöflugeymslu og við Þórð Björgvin Þórðarson um skúrbyggingu, en bæði
þessi mannvirki voru í landi Hvaleyrar, auk samninga við Sumarliða um hans eignir sem fyrr er tilgreint.
Guðmundur Þ. Magnússon undirritaði afsal fyrir sínum hluta þann 25. júlí 1968, þ.e. 50% í hálflendunni
Hvaleyri með íbúðarhúsi, öllum útihúsum, girðingum og öðru sem fylgja bæri og var kaupverð þá að fullu
greitt en upphæð þess er ekki að finna í afsalinu.
Nú höfðu tekist samningar við alla ábúendur á Hvaleyrartorfunni að undanskildum Ársæli í Sveinskoti en
það hús var í eigu Hafnafjarðarbæjar. Samantekið hafði Golfklúbburinn Keilir því keypt hálflenduna Hvaleyri
í tvennu lagi af Guðmundi Magnússyni og Kristjáni Steingrímssyni,Vesturkot af Sigurði Gíslasyni, Halldórskot
og Hjörtskot af Sumarliða Andréssyni, kartöflugeymslu af Helga Þórðarsyni og skúrbyggingu af Þórði Björg-
vini Þórðarsyni. Allar voru eignirnar nemaVesturkot brotnar niður og fjarlægðar. Framundan var gerð golfvallar.
1...,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12 14,15,16,17,18,19,20,21,22,23,...74
Powered by FlippingBook