Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 12

12
Við mat á þessu er þess vænzt að matsmenn hafi í huga þær megin reglur, að skiptilínan sé sem beinust, að land beggja liggi að
heimreið og húsum og jafnframt að lönd megi liggja sem mest saman. Í sambandi við síðast talda atriðið skal þess getið, að við eigum
að mestu hús áVesturkoti og höfum nú það land á leigu frá Hafnarfjarðarbæ.
Lögð er áhersla á, að matsmenn gefi eftirtöldum mönnum sannanlega kost á að vera við er matsgerð fer fram, Guðmundi Þ. Mag-
nússyni, fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og undirrituðum.
Nauðsynlegt er að hraða matsgjörð þessari.
Vanda átti til verka og þá fengu Keilismenn uppdrátt sem er frá því fyrir stofnun klúbbsins. Hann sýnir allt
girðingarnetið kringum alla skikana á Hvaleyrinni. Uppdráttinn er ekki að finna í skjalasafni Keilis. Bæjar-
fógetinn í Hafnarfirði kvaddi til tvo óvilhalla menn, þá Sigurgeir Guðmundsson og Sigurð Hall Stefánsson,
til þess að skipta svæðinu að því er virðist þannig að Keilir fengi Vesturkotssvæðið en Guðmundur sinn part.
Atburðinum er þannig lýst:
Þann 25. júlí 1967 kl. 10 árdegis vorum við fyrst mættir á staðnum. Þar voru og mættir, hr. Guðm. Þorkell Magnússon, kaupm.
Hellisgötu 16, Hafnarfirði, hr. lögm. Hrafnkell Ásgeirsson, Hafnarfirði, hr. Jónas Aðalsteinsson, hdl. Stekkjarflöt 16, Garðahreppi, hr.
Jóhann Níelsson, hdl. Garðahreppi, hr. Sigurbergur Sveinsson, Hafnarfirði og hr. Sigurður Oddsson, byggingarfulltrúi í Hafnarfirði.
Viðstöddum var lesin matsbeiðni og dómkvaðning. Dómkvaðningu á okkur sem matsmönnum var ekki mótmælt en hr. Guðm. Þ.
Magnússon sagðist mótmæla matsbeiðninni og jafnframt mótmæla því og banna, að mat eða skipti á Hvaleyrarlandi færu fram.
Ekki varð Guðmundi að ósk sinni og héldu matsmenn sínu striki þarna á vettvangi. Matsgerðin er dagsett
31. ágúst 1967. Voru 9,5 hektarar til skiptanna og fékk Guðmundur syðri hlutann, alls 4,8 hektara, en Keilir
norðurhlutann, alls 4,7 hektara.
Guðmundur fór sem sagt í mál við Golfklúbbinn Keili eftir
þetta en hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir að þar var við út-
sjónarsama unga menn að eiga sem sumir voru starfandi lögmenn,
til dæmis Jónas Aðalsteinsson sem varðist fimlega fyrir rétti. Í
greinargerð sem lögð var fram í fógetarétti 30. október 1967 sést
vel hvernig forsvarsmenn Keilis tókust á við sækjandann í málinu.
Greinargerðin hefst á þessum orðum: „Ég sæki þing í máli þessu
fyrir hönd gerðarþola og legg fram…“ og síðan eru tilgreind
nokkur gögn sem ætlað er að styðja málstað Keilis sem var gerðar-
þolinn. Og auðvitað var þess krafist að öllum kröfum Guðmundar
gerðarbeiðanda yrði hafnað „og gerðarþola tildæmdur máls-
kostnaður að mati hins virðulega réttar.“ Bent er á að Hafnar-
f
jarðarbær hafi nýtt sér forkaupsrétt að eignarhlutum Kristjáns
Steingrímssonar og jafnframt tilkynnt Guðmundi að bærinn
ætlaði sér að leigja Keili Hvaleyrina og hafi því sagt honum upp
öllumhans réttindum á eyrinni. Enmeð því að golfklúbburinn hafði
þurft að kaupa eignir Kristjáns á Hvaleyri var hann orðinn sam-
eigandi Guðmundar „að greindum eignum í óskiptu“ eins og það
er orðað í greinargerðinni. Í kjölfarið fór fram mat á eigninni af
hálfu dómkvaddra matsmanna enda hefði Guðmundur ekki svarað
bréfi þar sem kylfingar buðu þann kost að aðilar skiptu sjálfir með
Jónas A.Aðalsteinsson
fyrsti formaður Keilis á
fyrri stofnfundinum. Hluti
myndar úr safni Keilis.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...74
Powered by FlippingBook