Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 64

64
Hann sá fyrir sér að eftir námið yrði hann yfirgreenkeeper á Íslandi, var rosalega spenntur og hlakkaði mikið
til. En skoskum yfirvöldum varð ekki haggað og Jón var sendur heim með næstu vél. Þetta varð honum svo
mikið áfall og vonbrigði að hann hætti í golfinu í 20 ár þrátt fyrir að hafa verið þá með efnilegustu golfurum
á landinu. Kveðst hann hafa verið fyrstur til að leika 9 holurnar á Hvaleyrinni á pari í móti þótt þá hafi verið
12 vindstig á vellinum og hann var einnig fyrsti kylfingurinn úr Keili sem valinn var til æfinga með ung-
lingalandsliðinu í golfi.
Jón heillaðist af golfinu þegar hann sá það leikið í Kanasjónvarpinu á sínum tíma. Hann smíðaði sér fyrstu
kylfuna úr hamarshaus og priki og sló með þessari frumstæðu kylfu á Flensborgartúninu. Það endaði hins
vegar með því að rúða brotnaði í nærliggjandi húsi og að sögn Jóns voru piltarnir þá sendir út á golfvöll.
Hann segir þá sem þar voru fyrir, eldri og reyndari, hafa tekið nokkurn tíma að taka unglingana í fulla sátt en
þeir síðarnefndu hafi hins vegar komið sér inn í spilamennskuna bakdyramegin með því að draga kerrurnar
fyrir þá fullorðnu. Eins og fyrr segir gerði Jón langt hlé á spilamennskunni eftir áfallið í Glasgow en þegar
hann sneri aftur á golfvöllinn, raunar í Setberginu, þá varð ekki aftur snúið og síðan hefur hann leikið þar upp
nánast hvern einasta dag, sama hvernig viðrar.
1...,54,55,56,57,58,59,60,61,62,63 65,66,67,68,69,70,71,72,73,...74
Powered by FlippingBook