Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 63

63
stjóra (Scottish golf greenkeepers association). Þar var í forsvari R.B. nokkur Moffat. Sá hafði svarað umleit-
aninni frá Gísla Sigurðssyni formanni Keilis með handskrifuðu bréfi þar sem hann lofar allri aðstoð við að
útvega Jóni vinnu í nágrenni við golfvöllinn þar sem hann ætlar að vera við æfingar. Gísli ítrekar erindi sitt
þann 8. febrúar og þann 28. febrúar sendir Moffat þau skilaboð, nú vélrituð, að hann hafi fundið starf fyrir
Jón á Cathkin vellinum þar sem Moffat hefur sjálfur aðsetur. Þar getur Jón fengið starf sem aðstoðarmaður í
vallarstjórn (greenkeeper assistant) en því miður fylgi starfinu ekki íbúðarhúsnæði af nokkru tagi. Þó muni
klúbburinn veita alla aðstoð við húsnæðisleit en Jón muni þó sjálfur þurfa að standa straum af húsaleigu.
Kaupið er 22 pund og 50 pens fyrir 40 stunda vinnuviku sem Moffat vonar að muni falla í kramið. Þá muni
Jón fá leyfi til þess að stunda nám sitt á vinnutímanum enda sé skólinn, sem hann hyggist sækja, í nágrenni við
Cathkin. Þetta leit allt saman ofurvel út en svo kom babb í bátinn.
Gísli Sigurðsson skrifar Moffat þann 20. mars 1973. Þar segir Gísli að útlendingaeftirlitið á flugvellinum
í Glasgow hafi snúið Jóni við á vellinum á grundvelli þess að hann hafi ekki fengið atvinnuleyfi í landinu. Og
því sé nú þessi ungi maður staddur á Íslandi en ekki í Skotlandi sem valdi aðilum málsins talsverðum leiða.
Moffat virðist þó hafa reynt ýmislegt til þess að aðstoða í málinu en allt hafi komið fyrir ekki. Gísli veltir upp
þeim möguleika að Jón gæti reynt að nýta sér það sem kallað væri ,,training programmes” og þá væri nóg að
þeir hefði bréf upp á það frá viðkomandi aðila.
Skemmst er frá því að segja að Jón komst aldrei lengra en á flugvöllinn í Glasgow og má segja að sjaldan
sé ein báran stök því hann fékk ekkert af farangri sínum sem fyrir mistök fór áfram með flugvélinni til Kaup-
mannahafnar. Allt nema golfsettið. Jóni var haldið í gæsluvarðhaldi allan daginn, en hann varð einmitt 19
ára þennan sama dag, og gættu hans tveir lögreglumenn. Engu skipti þótt formaður skoska golfsambandsins
reyndi að fá hann leystan úr haldi og hleypt inn í landið. Jón telur ekki ólíklegt að það hafi skipt einhverju
máli að á þessum tíma stóðu Íslendingar og Bretar í þorskastríði og var ekki mjög kært milli Íslands og Breska
samveldisins. Honum stóð reyndar til boða að dúsa í fangelsi í hálft ár meðan sótt yrði um atvinnuleyfi og
beðið eftir því en það þýddi að þá hefði Jón ekki komist í starfið og þar með námið. Þetta var fimm ára nám og
aðeins úthlutað einum á fimm ára fresti. Í boði voru fínustu laun og segir Jón þetta hafa verið mikið tækifæri.
1...,53,54,55,56,57,58,59,60,61,62 64,65,66,67,68,69,70,71,72,73,...74
Powered by FlippingBook