Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 59

59
Margt fleira hefur verið gert á þessum tíma til þess
að reyna að kynna golfíþróttina fyrir almenningi og efla
félagsstarf kylfinga. Eitt af því sem nefna má til dæmis
um það eru sameiginlegar kvikmyndasýningar sem
Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur stóðu
fyrir. Um slíka sýningu segir í auglýsingu sem birtist í
Alþýðublaðinu 14. janúar 1971:
Eins og síðastl. vetur munu Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbb-
urinn Keilir, gangast fyrir sýningum á golfkvikmyndum í vetur.
Fyrsta sýningin verður á morgun, föstudag 15. janúar í Domus
Medica við Egilsgötu.Allir velkomnir.
Því miður fylgir ekki sögunni hvaða mynd var sýnd þetta
vetrarkvöld en vonandi var góð mæting. Þess má geta að árið áður, eða 1. apríl 1970, var fjallað um þessar
sýningar í Morgunblaðinu og er þar tilgreint að kylfingar hafi áður séð keppni á Filippseyjum en þetta kvöld
ætluðu golfklúbbarnir að sýna í Skiphóli í Hafnarfirði mynd úr syrpunni Shells Wonderful World of Golf en
það var mynd frá keppni í Quebec í Kanada. Að sýningu lokinni var boðið upp á kaffi veitingar og haldin
innanhússkeppni í pútti.
Fundargerðabók Keilis hefur orðið fyrir einhverjum skakkaföllum því ein blaðsíða, tölusett 37-38, hefur
verið rifin úr henni en fundargerðir frá og með hluta aðalfundar 1970 til aðalfundar 1974 hafa verið færðar
inn í bókina með sömu rithönd og er þess til dæmis getið að hluti af aðalfundargerðinni 1970 hafi verið
færður í bókina í mars 1973 samkvæmt minnisblöðum frá Rúnari Guðmundssyni. Þá eru hafðar auðar síður
frá 39-44 til þess að þar megi færa inn fundargerðir stjórnar sem vanti. Þessar síður eru enn auðar á 50 ára
afmæli Keilis að því undanteknu að fundargerð frá 1974 hefur verið færð inn á bls. 39 fyrir mistök. Gerða-
bókin varðveitir ýmsar heimildir og á bls. 46 í henni er bókun frá aðalfundi sem haldinn var 16. nóvember
1971 þar sem Sigurður Héðinsson segir samninginn um Hvaleyri við Hafnarfjarðarbæ eingöngu til í bókum
bæjarins. Þá steig Jónas Aðalsteinsson í púlt og reifaði téða samninga. Þar segir að tækist klúbbnum að kaupa
þær eignir sem bærinn ætti þá mætti Keilir vera þar í a.m.k. næstu fimm ár. Ef bærinn þyrfti að taka landið
myndi hann greiða hluta klúbbsins að frádregnum 7% ársvöxtum. Taldi Jónas að betra væri þó að gera engan
samning en slæman.
Þessir skilmálar eru raktir í bréfi bæjarstjóra til Keilis sem er dagsett þann 6. maí 1967 þar sem segir að
samþykkt hafi verið þann 3. maí sama ár að leigja Golfklúbbnum Keili öll tún á Hvaleyrinni eftir því sem þau
losna til 5 ára gegn því að leigutaki greiði kaupverð bæjarsjóðs á eignunum á staðnum með þeim skilmálum
sem fyrir liggja í forkaupsréttartilboðum eða samkvæmt eignarnámsmati. Síðan segir:
„Óski Hafnarfjarðarbær eða leigutaki eftir 5 ár eða síðar að framlengja ekki leigumálann ber Hafnarfjarðarbæ að greiða leigutaka með
jöfnum árlegum greiðslum á þar næstu 5 árum með 7% ársvöxtum framangreint kaupverð eða væntanlegt kaup- eða bótaverð annarra
eigna, sem ósamið er um að frádregnum 7% afskriftum fyrir hvert ár, sem leigutaki hefur haft landið til afnota.“
Á þessum sama fundi var talsvert rætt um völlinn og töldu sumir að ekki hefði tekist nógu vel til við hönnun
hans en fengu meðal annars þau svör að hönnuðurinn væri talinn sá fremsti hér á landi. Til dæmis var lögð
fram tillaga um að fundurinn samþykkti að kjósa þriggja manna nefnd sem réði golfvallaarkitekt til að skipu-
Kvikmyndasýningar nutu
mikilla vinsælda í Vesturkoti
og víðar á upphafsárunum
og voru þá til dæmis sýndar
myndir frá golfmótum um
víða veröld. Á myndinni má
meðal annars sjá Björgvin
Þorsteinsson, margfaldan
Íslandsmeistara í golfi, Svein
Snorrason, Pétur Auðunsson
og Jón Árnason. Mynd úr
safni Keilis.
1...,49,50,51,52,53,54,55,56,57,58 60,61,62,63,64,65,66,67,68,69,...74
Powered by FlippingBook