Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 68

68
Síðari aðalfundur Keilis árið 1974 var haldinn í Skiphóli þann 11. desember. Þar lét Gísli af formennsku
en Ásgeir Nikulásson gaf kost á sér sem eftirmaður hans og tilnefndi menn í stjórn með sér. Allt gekk það eftir.
Á fundinum virðast hafa verið nokkuð líflegar umræður um ýmislegt í starfi klúbbsins, svo sem fyrirkomulag
verðlauna og mætti þar til dæmis huga að breytingum eins og þeim að hafa golfbolta eða glös í verðlaun,
reyna þyrfti að fjölga félögum, auka þyrfti fjárframlög frá bæjarfélögum á starfssvæði klúbbsins og Eiríkur
Smith lagði til að fenginn yrði erlendur kennari að vetri til enda væri þá væntanlega auðveldara að fá slíka
menn heldur en yfir sumarið. Þá nefndi Eiríkur að útbúa þyrfti vetraraðstöðu fyrir klúbbfélaga. Gísli Sigurðs-
son tók undir með Eiríki og nefndi að verið væri að ljúka við byggingu íþróttahús í Garðahreppi þar sem
möguleiki yrði á innanhússæfingum fyrir kylfinga.
Á fundinum var rætt um bágan fjárhag og samþykkt að fela stjórn Keilis að taka einnar milljónar króna
lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Gísli formaður Sigurðsson ræddi sérstaklega um klúbb-hugtakið en hann
sagðist líta á Keili sem íþróttafélag. „Klúbbur“ taldi hann að gæti valdið misskilningi og vildi kalla félagið
Golffélagið Keili. Fleiri voru á sama máli og sumir á móti en Eiríkur Smith spurði þá hvort ekki þyrfti að boða
nafnbreytingu á klúbbnum í fundarboði, sem augljóslega hafði ekki verið gert. Málið virðist þar með hafa
dáið drottni sínum.
Innanhússaðstaða hafði verið tekin í gagnið þann 2. febrúar 1975 þegar kynningarfundur var haldinn um
starfsemi Keilis í golfskálanum og um 60 manns sóttu. Aðstaðan var í nýbyggðu íþróttahúsi Garðahrepps og
þar gafst kylfingum kostur á að slá boltum í net. Þetta var þó ekki alveg fyrsta inniaðstaðan sem kylfingar úr
Keili höfðu notið því Smurstöðin á Reykjavíkurvegi var víst notuð til æfinga þegar ekki voru bílar þar inni á
gólfi. Eigandinn þar var Hafsteinn Hansson sem sinnti golfíþróttinni af miklum áhuga.
Á fundinum var einnig rætt um ýmsar fyrirhugaðar framkvæmdir og kynningarstarf og tvær myndir voru
sýndar á fundinum, Killarney og Maracaibo-Venezuela.
Lántakan sem aðalfundurinn 11. desember 1974 hafði samþykkt var til umfjöllunar á fundi stjórnar Keilis
en þeir voru um þessar mundir haldnir í Sútunarverskmiðju Sláturfélags Suðurlands samkvæmt því sem bókað
er í fundargerðir. Þar sagði Ásgeir Nikulásson formaður frá samtali þeirra Stefáns Jónssonar, forseta bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar, um viðhorf ráðamanna í Hafnarfirði til klúbbstarfseminnar. Segir í bókuninni að ekki
hafi verið annað séð en bærilegur skilningur ríkti hjá bæjaryfirvöldum í garð Keilis og að engin tormerki væru
á því að bæjaryfirvöld myndu ábyrgjast lán til golfklúbbsins. Stefán áleit þó að ekki hefði verið sótt formlega
um lán til Sparisjóðsins og hvatti aukinheldur til þess að klúbburinn gerði samning við Hafnarfjarðarbæ um
landið, væntanlega á Hvaleyri, til 5-6 ára. Á stjórnarfundinum var ákveðið að gera þetta hvort tveggja „strax í
næstu viku“ eins og það er orðað í fundargerðinni.
Næst er bókað efnislega um þessi mál á stjórnarfundi 25. mars 1975 sem haldinn var í golfskálanum. Þar
skýrði Knútur Björnsson frá viðræðum sínum við sparisjóðsstjóra og samkvæmt því var lántakan komin aftur
á dagskrá og samhliða henni hafði Keilir fært viðskipti sín frá Samvinnubankanum yfir í Sparisjóð Hafnar-
fjarðar.
Á stjórnarfundi 5. apríl 1975 er bókað um notkun golfbolta á æfingasvæði: Ákveðið var að leyfa aðeins
æfingabolta frá G.K. sem leigjast eiga á kr. 200 pr. 50 bolta á æfingasvæði.
Og baráttan hélt áfram. Í lok apríl 1975 svarar sveitarstjórinn í Garðahreppi bréfi frá Keili sem sent hafði
verið hreppsnefndinni þar um miðjan sama mánuð. Nokkuð fast er kveðið að orði í bréfinu og í upphafs-
orðum svarbréfs sveitarstjórans segir að nefndinni hafi komið „mjög á óvart tónn þessa bréfs, sem er í mikilli
mótsögn við samskipti nefndarinnar við klúbbinn á undanförnum árum og sýnir lítið þakklæti fyrir veittan
stuðning við klúbbinn.“ Garðahreppur telji sig þola allan samanburð við önnur sveitarfélag hvað varði fjár-
framlög til íþróttastarfsemi „og telur undirritaður víst að bréfritarar hafi ekki kynnt sér þau mál í heild.“ Síðan
1...,58,59,60,61,62,63,64,65,66,67 69,70,71,72,73,74
Powered by FlippingBook