58
munurinn á fullgildum og aukafélögum var sá að aukameðlimir tóku ekki þátt í meistarakeppni klúbbsins en
máttu keppa á öllum öðrum mótum. Og þeir höfðu ekki kjörgengi eða kosningarétt innan klúbbsins. Augljóst
er þó af svari formannsins að Keilir hefur fullan hug á því að fá þennan unga kylfing í sínar raðir, svo sem sjá
má af niðurlagi bréfsins. Þar segir:
Okkur þykir leitt að geta ekki orðið við ósk þinni um full félagsréttindi í Golfklúbbnum Keili, en eins og stendur koma lög klúbbsins
og venjur um inntökuskilyrði í veg fyrir það. Ekki er óhugsandi að á hvoru tveggja verði þó breyting. Ef þú fellir þig við ofangreind
skilyrði, býð ég þig velkominn sem aukafélaga í Golfklúbbinn Keili.
Árið 1970 skrifar Birgir Björnsson formaður Keilis skýrslu um starfsemina fyrir árið 1969 til ÍBH. Þar segir
hann frá því að meginverkefni stjórnar það ár hafi einkum snúið að uppbyggingu golfvallarins og breytingum
á brautum, byggingu teiga og snyrtingu umhverfis. Eitthvað var keypt af vinnu við þessi verk en Birgir nefnir
sérstaklega að Keilisfólk hafi tekið virkan þátt í vinnunni og sjálfboðavinna hafi numið um 500 vinnustundum.
Árið 1970 hafði klúbburinn tveimur starfsmönnum á að skipa en það voru þeir Pétur Elíasson og Ársæll
Grímsson. Það ár sá Keilir ásamt Golfklúbbi Suðurnesja um framkvæmd Íslandsmótsins í golfi þar sem kepp-
endur voru 191 talsins og keppt var í 9 flokkum. Í skýrslu Birgis formanns fyrir árið 1970 kemur fram að þá
hafi talsvert verið unnið í golfskálanum. Meðal annars hafi allar raflagnir verið endurnýjaðar, tvöfalt gler sett í
eitthvað af gluggum hússins, loft sett í setustofu og efri hæð hússins tekin í notkun. Úti á vellinum voru teigar
endurnýjaðir og stækkaðir en helsta framkvæmdin á vellinum það árið segir Birgir að hafi verið bygging flatar
á þriðju brautinni. Félagar á þessu fjórða starfsári klúbbsins voru 147, þar af 24 sextán ára og yngri. Þorvald-
ur Ágseirsson golfkennari kenndi nokkra daga hjá klúbbnum og að auki veittu nokkrir Keilisfélagar tilsögn í
sjálfboðavinnu en Birgir nafngreinir þá ekki í skýrslu sinni.
Hér eru þeir Júlíus R.
Júlíusson, Pétur Elías-
son, Birgir Björnsson
og Magnús Birgisson
saman komnir við
golfiðkun á Hvaleyri,
líklega árið 1968.
Mynd úr safni Keilis.