Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 67

67
Á þessum árum olli það stjórn Keilis, og þá einkum gjaldkeranum, talsverðum höfuðverk hversu illa gekk að
innheimta félagsgjöldin. Þetta ár eru haldnir tveir aðalfundir en svo virðist sem ekki hafi verið haldinn aðal-
fundur 1973. Á fyrri aðalfundinum sem haldinn var í Skiphóli 4. febrúar 1974 er til dæmis bókað að þegar
gjaldfrestur ársins var útrunninn hefði innan við helmingur félagsmanna staðið í skilum. Á þessum sama fundi
færði formaður Keilis Ársæli Grímssyni, starfsmanni klúbbsins, mynd af Ársæli sem Eiríkur Smith hafði málað.
Og þegar kom að kosningu um formannsembættið kvaðst Gísli tilbúinn að taka endurkjöri ef hann mætti
tilnefna þá sem hann vildi í stjórn með sér og taldi upp þá sem til greina komu. Úr varð að Gísli var kosinn
formaður og síðan í stjórn allir þeir sem hann hafði tilnefnt.
Félagsstarf í þágu almenningsíþrótta
Eiríkur Smith málaði mynd
af Ársæli sem honum var
gefin. Mynd úr safni Keilis.
1...,57,58,59,60,61,62,63,64,65,66 68,69,70,71,72,73,74
Powered by FlippingBook