69
er rakið hvernig hreppurinn hafi stutt við íþróttastarf og þá sérstaklega golfklúbbinn, til dæmis með 40 þúsund
krónum árið 1967 en þá voru raunar liðin átta ár frá því sú upphæð var reidd fram. Einhver stuðningur hafði
þó síðar fengist þótt ekki tilgreindi sveitarstjórinn hann í bréfinu. Undir lokin er vísað til orða bréfritara þess
efnis að Garðahreppur hafi ekki þurft að skaffa klúbbnum land undir starfsemi sína og spurt hvort land hafi
fengist á Hvaleyri til frambúðar? Það er ljóst að þá eins og nú lítur hver silfrið sínum augum og löngum hafa
forsvarsmenn íþróttafélaga og bæjarfélaga tekist á um fjármagn og stuðning.
Í ljósi þessa er forvitnilegt að skoða tóninn í bréfinu sem vitnað er til og er dagsett 16. apríl, skrifað í nafni
stjórnar Keilis af ÁN/JK. Bréfið hefst á þessum orðum: „Þar sem yður mun öllum vel kunnugt um skyldur
bæjarfélaga við íþróttastarfsemi, skulu þær ekki upprifjaðar hér, en minnt á að Garðahreppur hefur til þessa
ekki þurft að útvega land undir golfvöll. Garðahreppur er aðili að golfvellinum á Hvaleyri við Hafnarfjörð
og verður það væntanlega áfram. En skilningur virðist hins vegar ekki vera fyrir hendi meðal ráðamanna
í Garðahreppi á því, að golfvöllur er dýrt íþróttamannvirki, sem ekki verður haldið úti nema með aðstoð
viðkomandi bæjarfélaga.“
Og áfram er haldið á sömu nótum en miðað við það að hreppsnefndin í Garðabæ taldi sig hafa gert
vel við klúbbinn má nærri geta að hún hafi ekki verið fyllilega sammála bréfriturum sem sækja heldur í
sig veðrið í bréfinu þegar þeir segja: „Sá skilningur er vissulega sumstaðar fyrir hendi að golf sé ákjósanleg
almenningsíþrótt…“ og þar með gefið í skyn að því sé ekki fyrir að fara í Garðahreppi. Síðan er vísað til þess
hvað gert hafði verið fyrir golfíþróttina á Akureyri, Akranesi, í Ólafsvík, Keflavík, Húsavík, Höfn í Hornafirði
og Reykjavík. Námu styrkir þessir upphæðum á bilinu 120-750 þúsund krónum þar sem tölur eru nefndar.
Síðan er bent á að að Garðahreppur hafi lagt fram 25 þúsund árið 1974. Í lokin segir: „Vart verður því trúað
að óreyndu, að ráðamenn í Garðahreppi hafi minni metnað en aðrir, til að styðja þær almenningsíþróttir, sem
Hér má sjá mikla kappa
á Sveitakeppni í golfi árið
1975. F.v.: Sigurjón R.
Gíslason, Magnús Halldórs-
son, Júlíus R. Júlíusson,
Halfdán Karlsson, Ágúst
Svavarsson, Magnús Birgis-
son, Sigurður Héðinsson
og Sigurður Thorarensen.
Mynd úr safni Keilis.