73
Við lok þess tímabils sem hér hefur verið tekið til umfjöllunar, þ.e. aðdragandi, stofnun og starfsemi Golfklúbbs-
ins Keilis fyrstu 10 árin frá 1967-1977, skrifar Knútur Björnsson bréf til Keilisfélaga þann 6. 2. 1977. Þar segir
hann frá því að í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins 1977 verði haldin afmælishátíð og gefið verði út afmælis-
blað. Þá hafi sérstök nefnd verið skipuð til þess að kanna hvernig best verði að koma fyrir 18 holu golfvelli á
Hvaleyrinni og ákveðið hafi verið að kaupa nýjan sérstakan golfvallatraktor. Knútur ræðir einnig um innheimtu
félagsgjalda og athyglisvert er að sjá að þar er boðið upp á greiðsluskilmála sem mörgum þættu athyglisverðir á
tímum rafrænna raðgreiðslna en það herrans ár 1977 var boðið upp á slíkar greiðslur í formi víxla.
Afmælishátíðin sem Knútur nefnir var haldin að kvöldi föstudagsins 22. apríl í Skiphóli Hafnarfirði og
voru allir félagar og velunnarar velkomnir. Fyrstu 10 árin voru liðin.
Talsvert hefur verið unnið
við landvarnir á Hvaleyri
á undanförnum árum og
geta því kylfingar unað
þar glaðir við íþrótt sína
næstu áratugi.
Ljósm.: JGR.