Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 65

65
Það ágæta fólk sem velst til forsvars fyrir íþróttafélög og raunar flesta aðra félagsstarfsemi þarf oft að berjast
með kjafti og klóm fyrir hagsmunum félagsmanna á ýmsum sviðum.
Gísli Sigurðsson formaður Keilis óskar þess í bréfi til bæjarstjórans í Hafnarfirði þann 4. janúar 1974
að skipulagstillaga eins og sú sem kom fram árið áður verði aldrei aftur sett á dagskrá bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar. Gísli bendir á að „græn belti“ og útivistarsvæði þyki sjálfsögð í skipulagi bæjarfélaga og undir þau falli
golfvellir. Hins vegar efar Gísli að ræktunarstarf tiltölulega fárra félaga í Keili fáist metið til fulls. Hann nefnir
til samanburðar að árlegur stuðningur Akureyrarbæjar við golfvöllinn þar nemi 500 þúsund krónum. „Býst ég
við, að okkur þætti mikið til um skilning ráðamanna í Hafnarfirði, ef við fengjum helming þeirrar upphæðar.“
Í bréfinu segir Gísli frá því að Reykjavíkurborg hafi dregið Íþróttasjóð ríkisins að landi þar sem hann hefði
ekki nema í litlum mæli getað rækt hlutverk sitt „…og greiðir borgin nú 80% af kostnaði við hverskonar ný
íþróttamannvirki og aukningu við þau, þar á meðal golfvöllinn í Grafarholti.“
Þarna er í raun komin fram ný nálgun í hlutdeild sveitarfélaga í fjármögnun framkvæmda íþróttafélaga
sem breiðst hefur út, meðal annars til Hafnarfjarðar. Síðan kemur að máli sem eflaust hefur verið nokkuð
eldfimt á sínum tíma þótt mörgum þyki eflaust sjálfsagt að áfengissala sé nú við lýði í veitingaskála Keilis á
Hvaleyrarholti þegar þetta er skrifað árið 2017. En Gísli Sigurðsson formaður var ekki hrifinn af hugmyndinni
á sínum tíma þótt hann gæti vissulega viðurkennt að Golfklúbbur Ness á Seltjarnarnesi byggi við bærilegan
fjárhag vegna vínsölu þar sem þar hefði nú verið leyfð, og vísast þar til að bréfið er skrifað 1974. „Ég tel það
neyðarrúræði og mjög hvimleiða fjáröflunaraðferð fyrir íþróttafélag og mun beita mér gegn því, að bar verði
settur á laggirnar í Hvaleyrarskála.“
Formaðurinn telur stuðning Hafnarfjarðarbæjar við klúbbinn grátlega lítinn því ljóst sé að hann þurfi að
hafa starfsmann í föstu starfi sex mánuði á ári en vandinn er þá sá að erfitt sé að fá nokkurn til að taka að sér
starf upp á þau kjör að hafa það aðeins tryggt hálft árið. Því fer hann þess á leit við bæjarstjóra að Hafnar-
fjarðarbær útvegi starf fyrir þennan mann yfir vetrarmánuðina svo úr verði fulllt starf. Lítur hann svo á að þetta
sé sjálfsögð og sanngjörn samvinna. Þá er þess óskað að bæjarsjóður hlaupi undir bagga með Íþróttasjóði á
sama hátt og Reykjavíkurborg og spurt hvort möguleiki sé á því.
Eflaust er það vegna þess að golfíþróttin er tiltölulega ung í Hafnarfirði að formaðurinn sér sig knúinn til
þess að minna bæjarstjóra og aðra ráðamenn í Hafnarfirði á að golfvöllur sé hliðstæða annarra íþróttamann-
virkja, svo sem sundlauga og fótboltavalla. Síðan er bent á að „þó lappað hafi verið uppá gamla íbúðarhúsið
í Vesturkoti og það notað sem golfskáli félagsins, þá vantar með öllu aðstöðu til innanhússæfinga að vetri til;
auk þess vantar alveg búningsherbergi og áhaldageymslu. Sem sagt: Þetta er eins frumstætt og hugsast getur,“
segir formaðurinn og tekur til dæmis um ástandið að klúbburinn hafi enn ekki getað greitt Kaupfélagi Hafn-
Skipulagstillaga ruggar bátnum
1...,55,56,57,58,59,60,61,62,63,64 66,67,68,69,70,71,72,73,74
Powered by FlippingBook