62
ráðast í talsverðar framkvæmdir á Hvaleyrarvelli sem fjárráð félagsins þyldu ekki þar sem félagsgjöld dygðu
einungis til þess að greiða laun fyrir vallarstörf, til áburðarkaupa, viðhalds véla og þess háttar. Er formanni
íþróttanefndar ríkisins vinsamlegast bent á það í bréfinu að um 1.000 manns séu í golfklúbbum á Reykja-
víkursvæðinu sem noti Hvaleyrarvöllinn meira og minna enda sé hann oft í nothæfu ástandi þegar snjór liggur
yfir Grafarholtsvelli. Er því farið fram á fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins til þessa stóra hóps. Þá er einnig tekið
fram að fé til ræktunarframkvæmda sé afgreitt snemma vors því þá sé von til þess að afrakstur þeirra komi að
notum seinni part sumars.
Í þessu bréfi kemur berlega í ljós gamalkunnugt stef úr baráttu golfklúbbsins þar sem bent er á að til þess
að nota megi golfvelli um sumar þurfi að ráðast snemma í framkvæmdir. Segir meðal annars að nauðsynlegt
hafi verið að hefjast handa með jarðýtu um vorið og hafi nokkrir félagar í Keili gengið persónulega í ábyrgðir
og lánað fjármuni í trausti þess að íþróttayfirvöld skildu ekki þennan fjölmenna og áhugasama hóp kylfinga
eftir á köldum klaka, eins og það er orðað af Gísla Sigurðssyni formanni Keilis í beinskeyttu bréfinu. Þá hafi
forsvarsmenn Keilis fengið ákveðin loforð um bráðabirgðalán ef fyrir lægi að klúbburinn fengi greidda styrki
eins og gengið hafði verið út frá þegar eftirgjöfin á greiðslum frá íþróttasjóði og dreifing þeirra yfir fjögur ár
var samþykkt á sínum tíma.
,,Verði umsóknir okkar árangurslausar, verður ekkert frekar hægt að framkvæma af uppbyggingu þessa
vallar og fyrirsjáanlegt að Keilir verður þá að lýsa yfir uppgjöf sinni við að halda væntanlegt Íslandsmót. Ég vil
fyrir hönd Keilis leyfa mér að vona í lengstu lög, að þú og aðrir drengskaparmenn innan íþróttaforustunnar,
sjái svo um að til þess komi ekki,” segir Gísli í niðurlagi bréfsins.
Og það var í fleiri horn að líta þetta herrans ár 1973. Ungur maður, Jón Sigurðsson, félagi í Keili var á leið
til Skotlands eftir að falast hafði verið eftir plássi fyrir hann til æfinga og náms hjá Félagi skoskra golfvallar-
Myndir frá Landsmóti
sem haldið var á Hvaleyri
1973.Talsverður áhugi
var fyrir mótinu enda
golfið í mikilli sókn.
Myndir úr safni Keilis.