71
500 kr. Þá gátu þeir sem vildu kynnast golfíþróttinni fengið að æfa frítt á æfingarsvæði en þurftu til þess leyfi
frá meðlimi í stjórn Keilis.
Árið 1976 fór kona í fyrsta sinn á vegum Golfsambands Íslands til keppni erlendis. Þá bauðst GSÍ að senda
tvo kylfinga, karl og konu, á opið mót í Kalmar í Svíþjóð. Jakobína Guðlaugsdóttir var í fyrstu valin til farar-
innar en hún afþakkaði boðið og var þá ákveðið að bjóða Keiliskonunni og Íslandsmeistaranum 1975 og
1976, Kristínu Pálsdóttur, að keppa á mótinu. Fyrsta konan til þess að keppa í golfi fyrir hönd Íslands á erlend-
um vettvangi var því úr Keili.