Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 70

70
nú þykja sjálfsagðar. Og vart verður því trúað að þetta 3000 manna bæjarfélag þokkalegra efnaðra borgara
eigi erfiðara um vik en Ólafsvík eða Höfn í Hornafirði til dæmis. Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt, þykir
okkur vægt farið í sakirnar að fara fram á tillegg af hálfu Garðahrepps, sem nemur 100-150 þúsund kr. Það
sem einfaldlega er í húfi er það, að golf geti verið almenningsíþrótt. Án aðstoðar af hálfu bæjarfélaganna getur
það ekki gerst.“
Samhliða því að barist var fyrir fjármunum var unnið að kynningu og markaðsstarfi fyrir Keili á
þessum tíma. Vorið 1975, að því er best verður séð, var send út fréttatilkynning þar sem fram kom að
starfsárið hæfist með opnu móti, Uniroyal, og síðan ræki hvert mótið annað, samtals 25 kappleikir. Þá
hafði verið ráðinn enskur golfkennari, Tony Bacon, til þess að kenna golf á Hvaleyrarvelli í þriðju viku
maímánaðar. Fyrirhugað var að byggja upp yngri flokka, 14 ára og yngri og 15-17 ára með sérstakri
kennslu golfþrauta og sá Þorvaldur Ásgeirsson um þessa kennslu. Sérstök kynningarvika skyldi síðan haldin í
byrjun júnímánaðar. Samhliða þessari tilkynningu virðast hafa verið send boðskort til íþróttafréttaritara
fjölmiðlanna þar sem stjórnin bauð þeim að leika golf á Hvaleyrarvelli 1975 og vonaðist stjórnin til að sjá
þá sem oftast á vellinum. Meðal þeirra sem fengu svona boðskort má nefna Björn Blöndal á Alþýðublaðinu,
Steinar J. Lúðvíksson íþróttafréttaritara Morgunblaðsins, Jón Ásgeirsson og Ómar Ragnarsson á Ríkisútvarpinu,
Sigurdór Sigurdórsson á Þjóð-
viljanum og Sigmund Ó.
Steinarsson á Tímanum.
Þetta herrans ár, 1975,
voru árgjöldin í Keili sem hér
segir:
Hjón greiddu 18.000 kr.,
karlar 15.000, konur 10.000,
unglingar 18-21 árs 10.000,
15-17 ára 7.500 kr., 12-14 ára
3.000 og undir 12 ára 1.000
kr. Gjaldkeri gat veitt fjöl-
skyldum afslátt og nýliði
greiddi þriðjung af árgjaldi
á fyrsta ári. Flatargjald var
Verðlaunahafar á Sveita-
keppni GSÍ í Grafarholti
móti árið 1977. F.v.:
Magnús Halldórsson,
Sigurjón R. Gíslason,
Sveinn Sigurbergsson,
Magnús Birgisson, Júlíus
R. Júlíusson, Ágúst
Svavarsson, Halfdán
Karlsson og Sigurður
Thorarensen.
Kristín Pálsdóttir fær
koss frá Hönnu Fannar
keppinaut sínum. Kristín
varð fyrst kvenna til að
keppa fyrir hönd Íslands
á erlendum vettvangi.
Einnig má sjá Jakobínu
Guðlaugsdóttur.
Mynd úr safni Keilis.
1...,60,61,62,63,64,65,66,67,68,69 71,72,73,74
Powered by FlippingBook