Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 56

56
málefnalegum ágreiningi sem meðal annars rataði fyrir dómstóla eins og rakið hefur verið. Vafalaust hefði
ýmsum þótt það álitaefni að taka allt þetta góða svæði undir golfvöll en bæjaryfirvöld lögðu blessun sína
yfir áformin, ekki síst vegna þess að þeim hafði ekki tekist að fá landréttindi bænda keypt þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir til þess. „Það gerði því ekkert til að lofa klúbbnum að reyna að ná þeim samningum, klúbburinn
myndi verða meðfærilegri en bændur – þeir reiknuðu ekki með því að það kom krókur á móti bragði – eftir
að golfvöllurinn var kominn á Hvaleyrina skiptu menn um skoðun, þ.á.m. hafnfirsk yfirvöld, allir vilja að
golfvöllurinn verði áfram á Hvaleyrinni“ segir fyrsti formaður Keilis.
Formenn auk Jónasar fyrsta áratuginn voru Birgir Björnsson 1969-1971, Sigurður Héðinsson 1971-1973,
Gísli Sigurðsson 1973-1975, Ásgeir Nikulásson 1975-1976 og Knútur Björnsson 1976-1978.
Hér eru allir formenn
Keilis frá 1967-2003
saman komnir á mynd.
Neðri röð f.v.: Jónas Aðal-
steinsson, Birgir Björnsson,
Sigurður Héðinsson, Gísli
Sigurðsson, Ásgeir Nikulás-
son, Knútur Björnsson.
Efri röð f.v.: Inga Magnús-
dóttir, Jón Marinósson,
Ólafur Ágúst Þorsteinsson,
Jónas Ragnarsson, Guðlaugur
Gíslason, Halfdán Þór Karls-
son, Guðjón Sveinsson,
Halldór Halldórsson, Guð-
mundur Friðrik Sigurðsson.
Mynd úr safni Keilis.
1...,46,47,48,49,50,51,52,53,54,55 57,58,59,60,61,62,63,64,65,66,...74
Powered by FlippingBook