54
vellir voru í þessum sveitarfélögum. Í stjórn Keilis voru
valdir menn úr öllum þessum sveitarfélögum. Sveitar-
stjórnirnar tóku þessum hugmyndum um stofnun
golfklúbbs vel og tóku vel í að styrkja klúbbinn með
fjárframlögum sem og gekk eftir. Í þeim tilgangi að
gæta fyllsta hlutleysis í nafnvali klúbbsins var ákveðið
að kenna hann ekki við neitt ákveðið sveitarfélag,
t.d. Hafnarfjörð, sem að öðru jöfnu hefði verið eðli-
legast. Niðurstaðan var að kenna klúbbinn við eldfjallið
Keili, glæsilegt náttúrufyrirbæri, sem sæist vel frá
öllum sveitarfélögum á félagssvæði klúbbsins. Þannig
truflaði nafngift klúbbsins ekki styrkveitingar annarra
sveitarfélaga en Hafnarfjarðar til klúbbsins þó völl-
urinn væri í Hafnarfirði.
Jónas sér eftir sveitarstjórakeppninni: Hafnar-
fjörður, Garðabær, Kópavogur og Bessastaðahreppur.
Svæði þeirra sveitarfélaga var félagssvæði klúbbsins í
upphafi. „Okkur þótti mikilvægt að öll bæjaryfirvöld
á félagssvæðinu þekktu starfið, sæju allt fólkið sem
kæmi að því og áttuðu sig á umfanginu. Það tókst með
þess-ari keppni. Og fleiri jákvæð áhrif má nefna. Á 10
ára afmælinu sagði bæjarstjórinn í Hafnarfirði mér frá
því að í Hafnarfirði hefði fyrir stuttu verið við að eiga
þrjá eða fjóra vandræðaunglinga. Þeir voru þá 12-14 ára.
Svo kynntust þeir golfinu. Með því að geta farið upp á
völl og verið þar meira og minna alla daga og fengið
útrás breyttust þeir á 2-3 árum í fyrirmyndarpilta. Bæjar-
stjórinn bætti við að peningunum sem væri varið í
íþróttastarf, ekki síst í unglingastarf Keilis, væri vel var-
ið. Enda var það starf og er enn í dag til fyrirmyndar.“
Hér var nefndur fólksfjöldi í starfsemi golfklúbba
og við iðkun íþróttarinnar. Sá fjöldi er ekki alltaf sýni-
legur og Jónas nefnir sögu af því þegar tveir sérfræð-
ingar á vegum Reykjavíkurborgar voru sendir upp í
Grafarholtið, eftir að þar var kominn golfvöllur, til þess
að kanna hvort ekki mætti byggja þar blokkir. Þeir fóru
um svæðið og komu til baka með tillögu um að vel
mætti taka eins og tvær „ræmur“ af þessum golfvelli
sem þar væri enda sæjust þar ekki nema einstaka menn
á stangli. Þetta væri engin nýting á svæðinu og þetta
fólk myndi líklega ekkert muna um þessar „rennur“.
Tókst þó að koma í veg fyrir að tillögur þessar næðu
fram að ganga. Þessi saga segir Jónas að renni ágæt-