Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 48

48
Kylfingurinn:
Með fjarka ég dræfaði á fyrstu braut,
þeir fara ekki beinna en ég.
Hún fannst út í röffi í lítilli laut,
og lá þar hreint ósláanleg.
Á annari dræfið var andskoti stutt,
samt inni á brautinni var.
Og hefði ég ekki þurft öll þessi pútt,
ég átt hefði að jafna við par.
Á þriðja tíi ég tók á mig rögg,
ég tíaði upp thunderbolt.
Ég sveifluna vandaði, síðan kom högg,
hún slæsaði langt út í holt.
Á fjórðu braut klikkaði kerfið hjá mér,
ég komst inn á greenið í sjö.
Ég púttaði þrisvar, já, því er nú ver,
þó taldi ég alls ekki tvö.
Á fimmtu, ég annað eins sjaldan hef séð,
af slæsinu rétti hún sig.
Ef outofbounds höggin ég ekki tel með,
þeir eiga ekki sénsa í mig.
Á sjöttu braut átti ég andstreymi nóg,
enda var keppnin þar hörð.
Fugl stal víst einni, það fór önnur í sjó,
svo átti ég þrjú högg í jörð.
Ég hugsaði, miðaði og hugsaði meir
og hausinn var réttur og kyrr.
Ég stóð eins og Birgir og sló eins og Geir,
og slæsaði meira en fyrr.
Þótt þetta lagaðist ekki undireins,
á áttundu fékk ég þó hitt.
Með vindil frá Pétri og stöðuna hans Sveins
og sveiflu frá Eiríki Smith.
Á níundu hárrétta hæðina fékk,
ég var hér um bil viss hvar hún var.
Ég hreykinn og stoltur að holunni gekk,
og hún var sko — alls ekki þar.
Þar næst á fyrstu — (ekkjan): æ þegiðu nú,
þetta við heyrt höfum fyrr.
Farðu út á golfvöll,— nú gegnir þú,
í guðsbænum vertu þar kyrr.
Eins og ráða má af inngangi kvæðisins voru karlar í miklum meirihluta þeirra sem stunduðu golfið á
upphafsárum golfklúbbsins Keilis. Að því leyti hafa orðið þáttaskil og konur eru engir eftirbátar karla þegar
kemur að golfiðkun þegar komið er að 50 ára afmæli Keilis árið 2017. Keilisfólk lagði enda lóð sín á vogar-
skálarnar í þessum efnum eins og ýmsum öðrum, til dæmis með því að halda fyrsta Íslandsmót kvenna í golfi
á Hvaleyrinni 16.-18. ágúst 1967 á glænýjum velli sem þótti erfiður öllum kylfingum af báðum kynjum. En
Keilir fékk lof fyrir það hversu mótshaldið var vel heppnað og strax varð ljóst að Íslandsmót kvenna í golfi var
komið til að vera.
1...,38,39,40,41,42,43,44,45,46,47 49,50,51,52,53,54,55,56,57,58,...74
Powered by FlippingBook