Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 51

51
kunningi minn frá Akureyri og tók verkið að sér fyrir lítið sem ekkert verð. Flest
annað var unnið í sjálfboðavinnu.“
Af um það bil 100 stofnfélögum telur Jónas að um fimmtán eða þar um bil
hafi vitað almennilega hvað golf var. Regluverkið var því dálítið sniðið að þessu
fólki sem var að kynna sér golf og hefja þátttöku á golfvöllunum.
Jónas rifjar upp hlutdeild Eiríks Smith listmálara sem gerði fjölda skemmti-
legra auglýsinga fyrir klúbbinn fyrir ánægjuna eina saman. Þetta er nú sann-
kallaður fjársjóður og algjörlega ómetanleg eign. Varla getur annar klúbbur
státað af þvílíku safni listaverka sem beinlínis tengist starfseminni. Þá er ótalið
annað framlag hans og margra fleiri sem lögðu gjörva hönd á plóg.
Hann nefnir einnig Svein Snorrason sem kemur enn á Hvaleyrina, kominn á tíræðisaldur þegar þetta er
ritað, síðla árs 2016. Hann leikur enn golf en mun þurfa að lúta skilmálum eiginkonu sinnar sem setur mörkin
við níu holur þótt hann fari stundum tólf, að því er Jónas segir. Engu breytir þótt hann hafi nánast dáið þrisvar
á golfvöllum, til dæmis úti í Englandi og einu sinni á Hvaleyrinni þar sem hann bað drengi sem voru með
honum að gjöra svo vel að fara nú upp í skála og sækja bíl. Margir gætu eflaust tekið undir það með Sveini að
verri dauðdaga mætti hugsa sér en við golfiðkun á fallegum velli.
Ekki var fyrsta formanninum ljóst hvernig völlurinn myndi þróast úr 9 holum í 18. Hann reiknaði frekar
með að farið yrði lengra inn á holtið og þar niður fyrir. Hraunið hafi hins vegar reynst mikið ævintýri og völl-
urinn fengið ýmsar viðurkenningar. Öll þróun vallarins allt til þessa dags hafi verið til fyrirmyndar og aðdáun-
arverð. Jónas las til dæmis fyrir stuttu dóm í Golf Digest þar sem Hvaleyrarvöllur var talinn meðal „most
exotic“ valla í heiminum. Þá var búið að leggja brautirnar í hrauninu. Reyndar áttaði hann sig ekki alveg á því
að um væri að ræða Keilisvöllinn fyrr en hann sá myndir sem fylgdu greininni vegna þess að völlurinn var
sagður heita Vallarvisir Golf Club. Í greininni var eindregið mælt með því að fólk sem vildi koma til Íslands
að leika golf færi á Vallarvisir Golf Course. Jónas sendi blaðinu nokkrar línur á léttum nótum þar sem hann
leiðrétti misskilninginn. Grein hans var birt í blaðinu til skýringar á þessum misskilningi með þökkum fyrir
leiðréttinguna og segir Jónas að þetta sé eina grein hans um golf í erlendum fræðiritum!
Jónas rifjar upp að stofnendur Keilis hafi aðallega verið úr Garðabæ, sem þá hét Garðahreppur, Hafnarfirði
og Kópavogi. Við stofnun klúbbsins hafi verið ákveðið að félagssvæði klúbbsins næði yfir lögsagnarumdæmi
þeirra sveitarfélaga og var reyndar einu sveitafélagi bætt við, Bessastaðahreppi. Engir golfklúbbar eða golf-
Ársæll Sveinsson bóndi í
Sveinskoti, sem einnig var
nefnt Sælakot, var fyrsti
starfsmaður Keilis og talinn
mikill happafengur fyrir
klúbbinn. Ársæll var með
kindur og skapaði það oft
sérstakan og skemmtilegan
blæ á golfiðkun að hafa
lambfé í girðingu inni á
miðjum velli.
Mynd úr safni Keilis.
1...,41,42,43,44,45,46,47,48,49,50 52,53,54,55,56,57,58,59,60,61,...74
Powered by FlippingBook