Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 46

46
Og ef marka má orðatiltækið allt er þegar þrennt er þá var golfíþróttin augljóslega komin til að vera þegar
þriðji golfklúbbur þjóðarinnar var stofnaður í Vestmannaeyjum þann 4. desember 1938. Þrír klúbbar komnir
og enn voru tæp 30 ár þangað til Golfklúbburinn Keilir var stofnaður í Hafnarfirði 1967.
Hér hefur verið lýst aðdraganda og stofnun fyrstu golfklúbbana á Íslandi árið 1934-1938 með því að
stiklað var á stóru í greinargóðu riti Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur. Segja má að for-
sjónin hafi ákveðið að vökva þessar viðkvæmu rætur eins duglega og framast var unnt og eflaust hefur hún
drekkt einhverjum af sprotunum þessa fyrstu mánuði. En golfið hafði skotið rótum í rakan svörð.
Hafnfirðingar þurftu þó ekki að leita langt yfir skammt eftir golfvelli á þessum sokkabandsárum íþróttar-
innar hér á landi sumarið 1939 þótt ekki fari miklum sögum af afrekum þeirra á Vífilstaðatúnunum þar sem
völlur var gerður þetta ár, aðeins þrjár holur raunar. Einhverjir af sjúklingunum á berklaspítalanum létu þó ekki
sitt eftir liggja í golfinu og léku á þessum litla velli.
Þann 14. ágúst 1942 stofnaði golfhreyfingin á Íslandi sitt fyrsta sérsamband innan ÍSÍ. Þar voru á ferðinni
fulltrúar fyrrnefndra þriggja golfklúbba.Tilgangurinn samkvæmt því sem ritað var í fundargerð Golfsambands
Íslands þennan dag var að vinna að fullkomnun golfíþróttarinnar og útbreiðslu hennar á Íslandi, að hafa á
hendi yfirstjórn golfmála á landinu og svara fyrir þau mál út á við, að samræma leikreglur og forgjafir og úr-
skurða um ágreining um þau atriði og koma á kappleikjum fyrir landið allt. Fyrsti formaður sambandsins var
Helgi Hermann Eiríksson.
Fyrsta Íslandsmótið var haldið 16. ágúst 1942 eða rétt í kjölfarið á stofnun GSÍ. Þá var auðvitað hellirign-
ing og rok svo knattspyrnuleikjum var frestað en kylfingar settu undir sig hausinn og kláruðu mótið með sóma
þar sem Gísli Ólafsson fór völlinn á fæstum höggum fyrsta daginn eða 81. Hann stóð að lokum uppi sem
sigurvegari og varð þar með fyrsti Íslandsmeistarinn í golfi hér á landi.
Næstu áratugi bættist við talsverður fjöldi golfklúbba og á árunum 1960-1965 var hann tvöfaldaður þegar
Golfklúbbur Akraness var stofnaður. Árið eftir hófst atburðarásin sem leiddi til þess að Golfklúbburinn Keilir
var stofnaður á Hvaleyrinni í Hafnarfirði.
Segir frá því í bók Steinars og Gullveigar, Golf á Íslandi - Upphafshöggið, að árið 1966 hafi nokkrir áhuga-
samir kylfingar í Hafnarfirði og Garðahreppi stungið saman nefjum vegna þess að fyrir dyrum stóð að loka
golfvellinum í Öskjuhlíð en opna nýjan í Grafarholti.
Eflaust hefur Hafnfirðingum og Garðbæingum þótt full ástæða til þess að Flugleiðir skoðuðu að koma á
fót áætlunarflugi í Grafarholtið því þetta var óravegalengd og óhugsandi að fara svo langt til þess að leika golf
þótt íþróttin þætti eflaust afar áhugaverð, skemmtileg og góð líkamsrækt.
Steinar og Gullveig segja frá því að tveir lögfræðingar og nágrannar í Garðahreppi, Jónas Aðalsteinsson og
Jóhann Níelsson, hafi átt frumkvæðið að því að fundinn yrði staður fyrir nýjan golfvöll nær heimilum þeirra
svo styttra væri að fara með kylfurnar. Þau nefna síðan að skömmu síðar hafi Sigurbergur Sveinsson bæst í
hópinn sem þau nefna ættföður einnar þekktustu golffjölskyldu á Íslandi.
Eftir að staldrað hafði verið við Vífilsstaði beindust sjónir manna að Hvaleyri enda að mörgu leyti
kjöraðstæður þar til golfiðkunar. Nánar er fjallað um aðdraganda að stofnun Keilis og gerð golfvallar á Hvaleyri
annars staðar á þessum blöðum.
1...,36,37,38,39,40,41,42,43,44,45 47,48,49,50,51,52,53,54,55,56,...74
Powered by FlippingBook