45
ust út um grundir vaknaði almenn spurn eftir golfkylfum og tilheyrandi sem varð til þess að fjöldaframleiðsla
þeirra hófst og verðið lækkaði.
Á Íslandi varð þó nokkur bið á því að golfíþróttin næði sér almennilega á strik, aðallega vegna þess að ekki
voru hér á landi nothæf landsvæði til golfiðkunar. Fyrsta uppástungan um golfvöll sem vitað er um kom fram í
Tímanum í grein sem skrifuð var af J.J. sem lagði til að grundirnar, sem sléttaðar höfðu verið fyrir tjaldborgina á
alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930, mætti nýta til þess að stunda þessa íþrótt hér á landi. Ekkert varð úr þessu.
Það voru læknarnir Gunnlaugur Einarsson ogValtýr Albertsson sem segja má að hafi smitað Íslendinga al-
mennt af golfbakteríunni eftir að hafa sjálfir tekið „sóttina“ á ferðum sínum um Norðurlöndin sumarið 1934.
Á heimleiðinni fóru þeir um Danmörku og hittu þar meðal annarra bandarískan golfkennara,Walter Arneson,
sem lýsti áhuga sínum fyrir því að koma til Íslands og kenna golf, og Svein Björnsson sendiherra og síðar
forseta Íslands, sem talinn er hafa verið fyrsti Íslendingurinn til þess að ganga í golfklúbb og stunda íþróttina
reglubundið. Þótti hann liðtækur kylfingur. Þegar heim var komið fundu Gunnlaugur og Valtýr mikinn með-
byr með því að stofnaður yrði golfklúbbur og golfvelli komið á fót. Fundinn var staður í landi Austurhlíðar í
Laugardal sem talinn var henta vel þótt hann væri vissulega nokkuð afskekktur en þangað gekk strætisvagn á
kortersfresti svo samgöngur töldust ágætar.
Nú hófst undirbúningur að stofnun fyrsta golfklúbbsins og var það formlega gert á stofnfundi sem haldinn
var í Oddfellowhúsinu í Reykjavík 14. desember 1934 og var stofnfélögum gefinn kostur á að ganga frá
skráningu sinni fyrir 6. janúar 1935. Þegar þar að kom höfðu 57 gerst félagar og töldust því meðal stofnenda.
Fyrsti golfvöllurinn hér á landi var síðan gerður í Laugardalnum árið 1935 þar sem helstu íþróttamann-
virki þjóðarinnar standa nú, það er frá Laugardalslaug upp undir Laugardalshöll en golfskálinn, sem var gamall
sumarbústaður, stóð þar sem norðurendi stúku Laugardalsvallar er nú árið 2017. Þetta var sex holu völlur á
jafnmörgum hekturum lands, par 32 þar sem samanlögð lengd brauta var 1.130 metrar.Veðrið lék við vallar-
gerðarmenn sem hófust handa við að slá völlinn um leið og grasspretta hófst um vorið. Slegið var með orfi og
ljá.Völlurinn var vígður sunnudaginn 12. maí með ræðuhöldum, myndatöku, golfleik og veitingum. Það má
síðan teljast dæmigert fyrir veðurguðina hér á Fróni sem höfðu haldið verndarhendi sinni yfir vallargerðinni
að nær allt sumarið rigndi sleitulaust svo aðfenginn golfkennari sem komið hafði sérstaklega til Íslands að
kenna Íslendingum golf, fyrrnefndur Walter Arneson, var nánast í náttúrulegu stofufangelsi í litlu herbergi í
golfskálanum, því ekki einu sinni Íslendingar nenntu að leika golf í þessum endalausu sumarrigningum. Enda
taldiWalter íslenska veðráttu henta heldur illa til golfiðkunar þótt hann væri raunar þeirrar skoðunar að íþrótt-
ina mætti stunda í nánast hvaða veðri sem er. Hafði Walter þó ýmsum hlutverkum að gegna á golfmótum
sumarsins og þar á meðal var að raða keppendum eftir forgjöf og telja kjark í menn þegar þeir voru við það að
bugast, eins og það er orðað í lýsingu á móti sem haldið var 18. ágúst. Það er tímanna tákn að meðal verðlauna
fyrir helstu afrek í mótinu var vindlakassi sem Magnús Andrésson fékk fyrir að leika á fæstum höggum. Konur
sem unnu sams konar afrek fengu konfektkassa en það voru þær Unnur Magnúsdóttir og Ágústa Johnson.Var
þetta fólk þar með meðal fyrstu verðlaunahafa á stórmóti í golfi hér á landi. Síðasta golfmótið þetta árið var
haldið 20. október en þá var farið að frysta. Kylfingarnir létu það ekki á sig fá.
Þá hafði annar klúbbur verið stofnaður norður á Akureyri. Það var gert þann 19. ágúst 1935 þegar stofn-
fundur Golfklúbbs Akureyrar var haldinn að 27 mönnum viðstöddum. Fengu norðlenskir kylfingar augastað
á sléttum bökkum á Oddeyri meðfram Glerá. Þar voru gerðar sex holur, alls 1.030 metrar. Lengsta brautin var
310 metrar en sú stysta 70 metrar að lengd. Holurnar voru skornar í svörðinn með hníf og útbúnir einhvers
konar pottar til að setja í þær. Walter Arneson kom norður úr rigningunni fyrir sunnan, aðeins níu dögum
eftir að Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður, til að kenna klúbbfélögum golflistina. Má geta þess að á Akureyri
hellirigndi áWalter og félaga nær allan tímann.