44
Eins og mörgum er kunnugt mátti litlu muna að Hafnarfjörður yrði höfuðborg Íslands og átti Skúli fógeti
stóran þátt í því þegar hann ákvað að setja upp Innréttingar sínar (í merkingunni fyrirtæki) í Reykjavík og
meira að segja „stálu“ Reykvíkingar fyrsta borgarstjóraefni sínu úr Hafnarfirði. Það var Páll Einarsson, sýslu-
maður og bæjarfógeti í Hafnarfirði en embætti hans fylgdi bæjarstjóraembættið eftir að Hafnarfjörður fékk
kaupstaðarréttindi 1908. Það má því nokkrum furðum sæta að Hafnfirðingar, Garðbæingar, Álftnesingar og
Kópavogsbúar skyldu sætta sig við að fara til Reykjavíkur um áratugaskeið til þess að komast á golfvöll. En
mælirinn var fullur þegar flytja átti golfvöll Reykvíkinga alla leið upp í Grafarholt.
En hvernig skyldi þróun golfiðkunar á Íslandi hafa verið frá því hennar varð fyrst vart hér á landi þangað
til Golfklúbburinn Keilir var stofnaður, svona í mjög grófum dráttum?
Efnisatriði þess sem hér fer á eftir er að langmestu leyti fengið úr bók Steinars J. Lúðvíkssonar og Gull-
veigar Sæmundsdóttur: Golf á Íslandi - Upphafshöggið, en við gefum einkum gaum fyrstu golfklúbbunum og
upphafi golfs á Íslandi en förum síðan hratt yfir sögu fram til ársins 1967:
Elstu golfkylfur sem vitað er um á Íslandi og enn eru varðveittar voru í eiguWilliams F. Pálssonar bónda á
Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þær hanga uppi á vegg í húsakynnum Golfkúbbs Húsavíkur
og eru gjöf frá honum frá árinu 1977.William mun hafa verið meðal fyrstu Íslendinga til þess að slá golfbolta
með þar til gerðum kylfum hér á landi en hann átti skoska móður og kynntist golfíþróttinni þegar hann fór
á unglingsaldri með henni til Skotlands enWilliam var fæddur 12. apríl 1896 og lést 3. desember 1980. Gera
má því ráð fyrir að hann hafi eignast kylfurnar kringum 1910. Einnig mun enskur laxveiðimaður hafa stundað
sömu iðju á svipuðum slóðum milli þess sem hann renndi fyrir fisk í Laxá í Aðaldal. Í Reykjavík var síðan ung-
ur piltur um þessar mundir að nota kylfur og kúlur sem hann hafði keypt í Kanada.
Hér á landi má segja að hið alþjóðlega heiti íþróttarinnar hafi laumað sér inn „bakdyramegin“ í hina
nýyrðasmíðandi þjóð okkar Íslendinga. Snemma á 20. öld höfðu nefnilega borist hingað vinsælar treyjur sem
komust í tísku og voru kallaðar golfblússur, sérstaklega á þriðja og fjórða áratugnum. Þetta voru mittisblússur
sem fengust bæði fyrir konur og karla og vegna þess að þær voru kenndar við golf, raunar áður en golfíþrótt-
in varð almennt þekkt meðal Íslendinga, hafði þjóðin vanist heitinu þegar þar að kom að íþróttagreinin sjálf
smeygði sér inn í þjóðarvitundina. Að íslenskum íðorðasið var reynt að finna greininni íslenskt heiti og var
kólfleikur og fleiri orð af því tagi lögð til í umræðunni án þess að eiga erindi sem erfiði. Árið 1906 hafði
Þorvaldur Thoroddsen skrifað í Skírni grein um ferðir sínar um Bretlandseyjar það sama ár þar sem hann hafði
orðið vitni að golfiðkun heimamanna meðal annars í bænum St. Andrew’s og kallaði hnattleikinn golf.
Fyrst í stað var golfíþróttin aðeins fyrir þá efnameiri enda áhöldin ekki fjöldaframleidd heldur handgerð
og þar af leiðandi kostnaðarsamt fyrir fólk að koma sér upp nauðsynlegum búnaði. En þegar golfvellir breidd-
Upphaf golfs á Íslandi