Frumkvöðlar á Hvaleyri - page 47

47
Í 1. tbl. Kylfingsins árið 1969, en Golfklúbbur Reykjavíkur gaf ritið út, er að finna kvæði frá Hvaleyri. Höf-
undar er ekki getið en hann mun vera Hafsteinn Hansson. Skrifið er skemmtilegt aflestrar og ágætt dæmi um
það hvernig golfíþróttin getur gagntekið fólk - hér eiginmanninn, en eflaust getur mörg eiginkonan tekið
eitthvað af smiteinkennunum til sín:
LJÓÐABRÉF FRÁ HVALEYRI
Golfekkjan
Ekkjan:
Heim til sín karlinn minn ókominn er,
enda þótt klukkan sé tólf.
Þeir slíta ekki húsgögnum heima hjá sér,
sem hugsa ekki um annað en golf.
En hvað þýðir mér, sem er meinlaus og góð,
við manninn að kvarta yfir því.
Hann kom heim einn daginn meðan stormurinn stóð,
svo stytti upp, þá hvarf hann á ný.
Áður fyrr gjarnan hann átti það til,
með áhuga líta til mín.
Nú tautar hann eitthvað, sem ég ekki skil,
um uppáskot, wedsa og green.
Að æsa sig við hann er ekki til neins,
þótt oft sé ég döpur og reið.
Og sögurnar hans eru alla tíð eins,
eða eitthvað á þessa leið:
Golfekkjan
1...,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46 48,49,50,51,52,53,54,55,56,57,...74
Powered by FlippingBook