50
Stærst voru Vesturkot, Sveinskot og hálflendan Hvaleyri sem fyrrgreindir Guðmundur og Kristján áttu í
óskiptri sameign. Þetta sést vel á uppdrætti Jónatans Garðarssonar af Hvaleyrartanganum.
Hafnarfjarðarbær hafði reynt að kaupa landréttindi ábúendanna um langa hríð. Bærinn hafði hug á því að
ná þessu landi undir byggingar. Bæjaryfirvöld náðu ekki samningum við landeigendur. Þegar við Keilismenn
fórum þess á leit að reyna að kaupa landréttindi bændanna til notkunar undir golfvöll samþykkti bærinn að
leyfa okkur að reyna. Ef okkur tækist það myndi Keilir fá leigusamning til nokkurra ára. Öllum að óvörum
tókust samningar Keilismanna við bændur. Þýðingarmestu samningarnir í upphafi voru samningarnir við
Kristján Steingrímsson, ábúanda helmings hálflendunnar Hvaleyrar og ábúandann á Vesturkoti, Sigurð Gísla-
son. Þeim leist báðum vel á að Hvaleyrin yrði nýtt til golfiðkunar í stað mannvirkjagerðar þeirrar sem bærinn
hafði áformað. Einhvern veginn hittu Keilismenn á réttan tíma og gátu stillt málum upp þannig gagnvart
ábúendunum að samningar við aðra en Guðmund ábúanda á helmingi hálflendunnar Hvaleyrar tókust á
tiltölulega stuttum tíma.
Raunar þurftu Keilismenn að standa í ákveðnum málaferlum varðandi skipti á hálflendunni Hvaleyri eins
og rakið er á öðrum stað í þessari bók. „Dómur í því máli var einn ánægjulegasti dómurinn á mínum lög-
mannsferli,“ segir Jónas .
Ársæll Sveinsson var bóndi á Sveinskoti. Þegar völlurinn hafði verið gerður tók hann við sem fyrsti sláttu-
maður klúbbsins. Hann var með traktor og sláttuvél og var fús til að hjálpa og var síðan fljótur að tileinka sér
fyrstu sérhæfðu golfsláttuvélina. „Ársæll var alltaf jákvæður og tilbúinn og framlag hans stórkostlegt á upp-
hafsárunum,“ segir Jónas.
„Okkur var ekki spáð góðu gengi með klúbbinn eða völlinn í upphafi. Við kunnum ekkert í ræktun eða
neinu þar að lútandi. Og fjárhagurinn var frekar bágur og því ekki hægt að ráða sérfræðinga til allra starfa.
Magnús Guðmundsson arkitekt hannaði fyrsta völlinn. Hann var tvö- eða þrefaldur Íslandsmeistari. Hann var
Frumherjar!
Hér eru saman komin
nokkur þeirra sem áttu
veg og vanda að stofnun
Golfklúbbsins Keilis
og starfsemi klúbbsins
fyrstu árin. F.v.: Jón
Boði Björnsson, Inga
Magnúsdóttir, Sigurður
Héðinsson, Jónas A.
Aðalsteinsson, Sigur-
bergur Sveinsson og
Jóhann Níelsson.
Ljósm.: Magnús
Hjörleifsson.