49
Jónas A. Aðalsteinsson var fyrsti formaður Keilis og gegndi því embætti fyrstu
tvö árin. Hann var einnig virkur í aðdraganda stofnunar klúbbsins. Þrátt fyrir
að fyrsta stjórn Keilis hafi þurft að hafa mikið fyrir því að fá land og mannvirki
á Hvaleyri undir klúbbinn til að koma starfsemi hans þar fyrir segir Jónas að
þetta tímabil hafa verið mjög ánægjulegt og það sé skemmtilegt sé að rifja það
upp. „Það var eins við hefðum hitt á óskastundina.“
Spurður um fyrstu kynni af golfíþróttinni segir Jónas að móðursystir hans
hefði farið með hann 7 ára gamlan að sjá danskan mann sýna golf á Öskju-
hlíðarvellinum í Reykjavík. Hún hafi ekki verið í golfi sjálf en hafði hug á að
kynna sér og ungum frænda sínum íþróttina engu að síður.
Á námsárum sínum á Akureyri bjó Jónas í nágrenni við golfvöllinn þar.
Hann segir að honum hafi þótt þetta óskaplega asnalegt sport á þeim tíma.
Þegar golfbakterían vaknaði hjá honum var hann rétt kominn úr lög-
fræðinámi í Háskóla Íslands. Það atvikaðist þannig að vinir hans höfðu lært
golf í Englandi og heilluðust af íþróttinni þar. Jónas var einn þeirra sem fór að
fikta við golf með þeim í kjölfarið. Hann gekk í Golfklúbb Reykjavíkur. Spilað
var á vellinum í Öskjuhlíðinni sem þá stóð til að loka. Á þeim tíma var verið að
byrja á framkvæmdum við Grafarholtsvöllinn.
Jónas bjó í Garðabænum. Hann og golffélagar hans úr nágrenninu, ekki síst vinur hans Jóhann H. Níels-
son, höfðu áhuga á að kanna möguleika þess að koma upp golfaðstöðu í Garðabæ eða næstu sveitarfélögum.
Þeim leist ekki vel á að fara upp í Grafarholt til að spila golf og fóru því að huga að öðrum stað. Þeim leist
vel á svæðið kringumVífilstaði. Þeir voru félagar, Jónas og Sveinn Snorrason sem var formaður Golfsambands
Íslands. Jónas átti reyndar sæti í stjórn þess með Sveini um hríð. Sveini leist vel á hugmyndir um stofnun
nýs golfvallar og stóð þétt við bakið á Keilismönnum í því efni. Bekkjarbróðir Jónasar úr Menntaskólanum á
Akureyri var Júlíus Sólnes, golfmaður góður.
Jónas bað Júlíus Sólnes að teikna golfvöll á svæðið við Vífilsstaði í tengslum við hugmyndir forvígismanna
Keilis. Það var fyrsti uppdrátturinn sem gerður var af eiginlegum golfvelli þar þótt golf hefði verið leikið á
svæðinu af vistmönnum á Vífilsstöðum. Það náðust ekki samningar við Ríkisspítalann, þeir höfðu aðrar hug-
myndir á þeim tíma. Jónas segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt frumkvæðið að því að reyna að fá land und-
ir golfvöll á Hvaleyri. Landið á Hvaleyrinni var allt í eigu Legatssjóðs Flensborgarskóla sem var undir stjórn
bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Jarðirnar eða kotin á Hvaleyri voru síðan í ábúð ábúenda á þeim jörðum eða kotum.
Rætt við Jónas A. Aðalsteinsson
Jónas A.Aðalsteinsson
fyrsti formaður
Golfklúbbsins Keilis.
Ljósm.: JGR.